Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 09:30 Tolli Morthens leggur orð í belg þegar kemur að umræðu um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/ Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“ Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“
Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira