Óttast um líf mikils fjölda flóttamanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2015 20:47 Börn flóttamanna hafa þurft að læra á lífið í nýja landinu - til dæmis hvernig á að nota lestar og aðrar samgöngur. Vísir/EPA Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi. Flóttamenn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi.
Flóttamenn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira