Innlent

Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta mjög alvarleg tíðindi fyrir Íslendinga. Þriðjungur af öllum útflutningi sjávarafurða er til Rússlands. Hann segir að skringilega hafi verið að þessu staðið af hálfu íslenskra stjórnvalda og ekkert samráð hafi verið haft um viðbrögðin.

Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps sem bannar innflutning matvæla frá sjö Evrópuríkjum sem standa utan Evrópusambandsins – Albaníu, Svartfjallalandi, Noregs, Liechtenstein, Úkraínu, Georgíu og Íslandi en þau hafa öll stutt viðskiptaþvinganir aðildarríkja Evrópusambandins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi.

Kolbeinn Árnason segir að tíu prósent af öllum tekjum af sjávarútegi komi frá Rússlandi eða 30 milljarðar. Þetta sé því ekki bara högg fyrir sjávarútveginn heldur þjóðina alla. Hann segir að íslensk stjórnvöld hafi ekkert samráð haft við þá sem hagsmuna eigi að gæta í viðskiptum við Rússland. Það hafi ekki verið gefnir neinir frestir til að hægt sé að undirbúa sig. Allt í kringum þetta sé einkennilegt og illa af því staðið.


Tengdar fréttir

Engin formleg yfirlýsing borist frá Rússum

„Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×