Varasamt að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 20:15 Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn. Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Engin fordæmi eru fyrir því á Landspítalanum að sjúklingar geti fengið ávísað sjúkrahúslyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ekki samþykkt að greiða fyrir. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hlynntur því að fjársterkir aðilar geti keypt sig fram fyrir röðina. Lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur sem hefur stefnt ríkinu eftir að henni var synjað um nýja lyfjameðferð við lifrarbólgu sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að samkvæmt greinargerð ríkisins í málinu væri verið að innleiða tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir venjulegt fólk. Í greinargerðinni kemur fram að ekki sé útilokað að fólk geti fengið lyfið ef það greiði fyrir þau sjálft.Varasamt að fara inn á þessa braut Hlíf Steingrímsdóttir starfandi forstjóri Landspítalans staðfestir að engin fordæmi séu fyrir því á landsspítalanum og segir að sé um stefnubreytingu að ræða verði heilbrigðisráðherra að svara fyrir hana. Birgir Jakobsson landlæknir segist ekki hafa heyrt um neina stefnubreytingu. Það sé varasamt að fara inn á slíka braut. Þjónusta sem sé fjármögnuð af opinberu fé eigi ekki að veita þjónustu framhjá kerfinu. Þá sé komið tvöfalt kerfi. Landspítalinn ætlar að meðhöndla þrjátíu sjúklinga í brýnni þörf fyrir lifrarbólgulyf, eftir hörð tilmæli Landlæknis þar sem kom fram að það væri skylda spítalans að veita þessa meðferð. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem hefur fengið flýtimeðferð í málaferlum sínum við ríkið er ekki í þeim hópi.Valkostur miklar þjáningar eða dauði Hlíf Steingrímsdóttir segir að um áttahundruð manns séu með lifrarbólgu c. Þeir sem fái að hefja meðferð núna séu með bandvefsbreytingar í lifur eða skorpulifur. Þar með sé ekki sagt að aðrir þurfi ekki á þessari meðferð að halda. Landlæknir segist ánægður með að meðferðin verði hafin. Þetta sé í samræmi við það sem sjúklingarnir eigi rétt á. Valkosturinn sé miklar þjáningar eða dauði. Hann segist telja að Landsspítalinn beri ábyrgð á því að veita bestu fáanlegu meðferð hverju sinni en Landlæknisembættið taki ekki afstöðu til þess hver borgi reikninginn.
Tengdar fréttir Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Yfirlæknir á LSH: Óásættanlegt og á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndunum Sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm fá ekki viðeigandi meðferð. 3. maí 2015 18:54