Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 19:00 Eyrún Björg Jónsdóttir hjá bráðamóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geti nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar. „Núna hafa leitað þrjár konur hingað og það voru brot sem voru framin í Vestmannaeyjum. Það er oft þannig að oft fólk leitar til okkar seinna, það er kannski ekki að koma um helgina eða strax eftir helgina heldur nokkrum dögum seinna.“ Hún minnir á að best sé að leita til móttökunnar sem allra fyrst. Til að auka líkur á að finna sakargögn. Þjónusta við brotaþola sem koma á neyðarmóttökuna er margvísleg. Framkvæmd er réttarfræðileg læknisskoðun, þeir fá aðhlynningu, meðferð og fá sálfræðiþjónustu. Þá eiga þeir rétt á viðtali við lögmann eða réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Eyrún greinir frá því að hundrað og tuttugu leita að meðaltali á bráðamóttökuna á hverju ári. Sjötíu einstaklingar hafa nú þegar leitað til hennar. Þriðjungur þeirra sem leitar á móttökuna vegan kynferðisofbeldis er undir lögaldri.Ætluðu að bíða lengur Tvö kynferðisbrotanna eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki sjá eftir því að loka á fréttaflutning af kynferðisbrotum á þjóðhátið á meðan á henni stóð. „Nei, við teljum þetta hafa verið hárrétta ákvörðun og að það hafi verið rétt að setja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola í forgang og það hafi tekist vel, þó svo ég að ég hafi viljað geyma það aðeins lengur að tilkynna um mál sem eru í rannsókn. En okkur var ekki stætt á því eftir að upplýsingar voru gefnar frá neyðarmóttöku.“Viðkvæmustu þolendurnir Hvernig eru rannsóknarhagsmunir öðruvísi í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotum? „Þetta eru fyrst og fremst viðkvæmustu þolendurnir okkar, viðkvæmasta fólkið, og þetta eru auðvitað bara viðkvæm mál, og í rauninni erfið til rannsóknar. Gerist iðulega milli tveggja aðila, Við erum oft ekki með bein með vitni að atburðum. Það tekur lengri tíma að rannsaka hlutina heldur en að taka skýrslur af vitnum að einhverri líkamsárás.“Þar sem tveir koma saman- þar er ekki alltaf lögreglan Hún segir lögreglu ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot þótt mikilvægt sé að sinna forvörnum vel. „Það er alltaf verið að vinna í þessum forvörnum. Hluti af þessum forvörnum er auðvitað þessi upplýsta umræða og það að komast hjá því að til verði gerendur. Því miður þá hafa þessi brot fylgt mannlegu samfélagi, hvort sem þau eru stór eða lítil, hér eða erlendis, eða hvar sem er. Þessi brot verða á milli fólks, oft á milli tveggja einstaklinga. Þar sem engin vitni eru að og ekkert slíkt. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, þar sem tveir koma saman þar er ekki alltaf lögreglan.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Eyrún Björg Jónsdóttir hjá bráðamóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geti nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar. „Núna hafa leitað þrjár konur hingað og það voru brot sem voru framin í Vestmannaeyjum. Það er oft þannig að oft fólk leitar til okkar seinna, það er kannski ekki að koma um helgina eða strax eftir helgina heldur nokkrum dögum seinna.“ Hún minnir á að best sé að leita til móttökunnar sem allra fyrst. Til að auka líkur á að finna sakargögn. Þjónusta við brotaþola sem koma á neyðarmóttökuna er margvísleg. Framkvæmd er réttarfræðileg læknisskoðun, þeir fá aðhlynningu, meðferð og fá sálfræðiþjónustu. Þá eiga þeir rétt á viðtali við lögmann eða réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Eyrún greinir frá því að hundrað og tuttugu leita að meðaltali á bráðamóttökuna á hverju ári. Sjötíu einstaklingar hafa nú þegar leitað til hennar. Þriðjungur þeirra sem leitar á móttökuna vegan kynferðisofbeldis er undir lögaldri.Ætluðu að bíða lengur Tvö kynferðisbrotanna eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki sjá eftir því að loka á fréttaflutning af kynferðisbrotum á þjóðhátið á meðan á henni stóð. „Nei, við teljum þetta hafa verið hárrétta ákvörðun og að það hafi verið rétt að setja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola í forgang og það hafi tekist vel, þó svo ég að ég hafi viljað geyma það aðeins lengur að tilkynna um mál sem eru í rannsókn. En okkur var ekki stætt á því eftir að upplýsingar voru gefnar frá neyðarmóttöku.“Viðkvæmustu þolendurnir Hvernig eru rannsóknarhagsmunir öðruvísi í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotum? „Þetta eru fyrst og fremst viðkvæmustu þolendurnir okkar, viðkvæmasta fólkið, og þetta eru auðvitað bara viðkvæm mál, og í rauninni erfið til rannsóknar. Gerist iðulega milli tveggja aðila, Við erum oft ekki með bein með vitni að atburðum. Það tekur lengri tíma að rannsaka hlutina heldur en að taka skýrslur af vitnum að einhverri líkamsárás.“Þar sem tveir koma saman- þar er ekki alltaf lögreglan Hún segir lögreglu ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot þótt mikilvægt sé að sinna forvörnum vel. „Það er alltaf verið að vinna í þessum forvörnum. Hluti af þessum forvörnum er auðvitað þessi upplýsta umræða og það að komast hjá því að til verði gerendur. Því miður þá hafa þessi brot fylgt mannlegu samfélagi, hvort sem þau eru stór eða lítil, hér eða erlendis, eða hvar sem er. Þessi brot verða á milli fólks, oft á milli tveggja einstaklinga. Þar sem engin vitni eru að og ekkert slíkt. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, þar sem tveir koma saman þar er ekki alltaf lögreglan.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira