McIlroy lætur reyna á meiddan ökkla Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 08:30 Rory á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í sumar. Vísir/getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy mun ákveða með þátttöku sína á PGA-meistaramótinu eftir æfingarhring á vellinum sem mótið fer fram á laugardaginn. Rory gat ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu en virðist ætla að reyna að verja titil sinn á PGA-meistaramótinu. Rory sem er í dag í efsta sæti styrkleikalistans í golfi lék frábært golf seinni hluta sumars á síðasta ári. Stóð hann uppi sem sigurvegari á tveimur stórmótum í golfinu í röð, Opna breska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. Hann gat hinsvegar ekki varið titil sinn á Opna breska meistaramótinu í ár en hann sneri sig á ökkla er hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum. Skaddaði hann liðbönd í ökklanum og var talið að hann myndi missa af báðum stórmótunum sem eftir voru á árinu. Hann virðist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp alla von um að leika á PGA-meistaramótinu en fari svo að hann taki ekki þátt að þessu sinni gæti kylfingurinn ungi Jordan Spieth skotist upp fyrir hann á styrkleikalistanum. Umboðsmaður Rory vildi hvorki staðfesta né neita að hann myndi leika æfingarhring á Whistling Straits vellinum.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira