„Úff, hvar á ég að byrja?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 22:59 Ásta Guðrún Helgadóttir ásamt þriðja bindi rannsóknarskýrslunnar. mynd/ásta „Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar. Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar.
Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira