Könnuðu úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á þjóðhátið Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. ágúst 2015 18:53 Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tvær konur, sem fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að kanna þau úrræði sem eru í boði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, segja að þörf sé á samstilltu átaki á útihátíðum hér á landi gegn kynferðisofbeldi. Þórhildur Þorkelsdóttir veit meira. Þær Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir ákváðu að fara í dagsferð á Þjóðhátíð í kjölfar ummæla lögreglustjórans Páleyjar Borgþórsdóttur um að ekki ætti að veita fjölmiðlum upplýsingar um þau kynferðisbrot sem kynnu að koma upp á hátíðinni. „Þetta var kannski svolítið punkturinn yfir i-ð og það sem kom okkur á stað,“ segir Steinunn Ýr Einarsdóttir. „Við vorum búin að ræða að fara af stað og sjá hvað er í boði fyrir þá sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvað er verið að gera í forvörnum.“ Þær segja að þeim hafi verið vel tekið af skipuleggjendum Þjóðhátíðar. „Við fórum og fengum Viktor sem er yfir gæslunni til að fara með okkur og hann sýndi okkur hana og hvernig skipulagið er hjá þeim. Þeir mennta þá sem eru í gæslunni en ekki sérstaklega til að takast á við slík brot. Það var líka okkar upplifun að það væri mikið af ungum krökkum í henni. Við hefðum viljað fleira faglegt fólk í henni,“ segir Steinunn. Brynhildi var hópnauðgað á Þjóðhátíð fyrir átján árum og hafði lengi langað að kanna hvað mætti betur fara varðandi úrræði fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis á útihátíðum. Eftir ferðina til eyja telur hún þörf á samstilltu átaki. „Samstillt átak en ekki að hver og ein hátíð sér að standa í sínu hver í sínu horni. Það þurfa allir að standa saman og hafa þetta eins,“ segir Brynhildur. Þær segja að það sé á ábyrgð þeirra sem halda útihátíðir að svæðið sé sem öruggast. „Við fengum að sjá kamrana og þar var búið að setja sérstaka kamra fyrir konur því það hafði orðið alvarlegt brot á þeim. Við hliðina á þeim voru almennir kamrar. Ég vil sjá meira en vil taka það fram að það væri að gera helling en það þarf að gera meira,“ segir Steinunn.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka Kvennréttindafélag Íslands lýsir yfir furðu á tilmælum lögreglustjóra Vestmannaeyjar. 31. júlí 2015 16:04
Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48