Vélinni vísvitandi flogið af leið? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 19:59 Engin ummerki um eld eða sprengingu má sjá á brakinu. Vísir/AP Hluti flugvélabraks, sem talið er vera úr malasísku flugvélinni MH370 sem hvarf í mars í fyrra, kom til Frakklands í morgun þar sem sérfræðingar munu rannsaka það. Engar vísbendingar eru um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni. Hluti úr brakinu fannst á Reunion eyju í Indlandshafi fyrr í vikunni. Er hann talinn vera hluti af flugvélavæng sem skolaði á land um fjögur þúsund kílómetrum frá þeim stað þar sem farþegaþota Malaysian Airlines er talin hafa farist með 239 manns innanborðs. Staðfest hefur verið að brakið sé úr Boeing 777 vél og talið er nánast fullvíst að brakið sé úr þotu flugfélagsins. Umfangsmikil leit stendur nú yfir á svæðinu í og við Reunion eyju, en fjöldi sjálfboðaliða taka þátt í leitinni. Meðal þess sem hefur fundist á svæðinu er ferðataska og kínverskar vatnsflöskur sem einnig verður rannsakað hvort hafi verið um borð í vélinni. Brakið kom til Frakkalands í dag og verið er að flytja það til höfuðstöðva Rannsóknarnefndar flugslysa í Toulouse. Munu sérfræðingar hefja rannsókn á brakinu á miðvikudag. Engar vísbendingar séu um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni, heldur þykir líkleg að hún hafi lent í sjónum með nefið á undan. Þykir það renna stoðum undir kenningar um að vélinni hafi vísvitandi verið flogið af leið, þó of snemmt sé að segja til um það. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Brakið líklega úr MH370 Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra. 31. júlí 2015 08:01 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Brak af flugi MH370 mögulega fundið Brak af samsvarandi flugvél finnst á Reunion-eyju. 29. júlí 2015 17:15 Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Aðeins einnrar Boeing 777 flugvélar er saknað í heiminum og líklegt er að brakið sé úr slíkri flugvél. 30. júlí 2015 21:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Hluti flugvélabraks, sem talið er vera úr malasísku flugvélinni MH370 sem hvarf í mars í fyrra, kom til Frakklands í morgun þar sem sérfræðingar munu rannsaka það. Engar vísbendingar eru um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni. Hluti úr brakinu fannst á Reunion eyju í Indlandshafi fyrr í vikunni. Er hann talinn vera hluti af flugvélavæng sem skolaði á land um fjögur þúsund kílómetrum frá þeim stað þar sem farþegaþota Malaysian Airlines er talin hafa farist með 239 manns innanborðs. Staðfest hefur verið að brakið sé úr Boeing 777 vél og talið er nánast fullvíst að brakið sé úr þotu flugfélagsins. Umfangsmikil leit stendur nú yfir á svæðinu í og við Reunion eyju, en fjöldi sjálfboðaliða taka þátt í leitinni. Meðal þess sem hefur fundist á svæðinu er ferðataska og kínverskar vatnsflöskur sem einnig verður rannsakað hvort hafi verið um borð í vélinni. Brakið kom til Frakkalands í dag og verið er að flytja það til höfuðstöðva Rannsóknarnefndar flugslysa í Toulouse. Munu sérfræðingar hefja rannsókn á brakinu á miðvikudag. Engar vísbendingar séu um að eldur eða sprenging hafi komið upp í vélinni, heldur þykir líkleg að hún hafi lent í sjónum með nefið á undan. Þykir það renna stoðum undir kenningar um að vélinni hafi vísvitandi verið flogið af leið, þó of snemmt sé að segja til um það.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Brakið líklega úr MH370 Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra. 31. júlí 2015 08:01 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Brak af flugi MH370 mögulega fundið Brak af samsvarandi flugvél finnst á Reunion-eyju. 29. júlí 2015 17:15 Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Aðeins einnrar Boeing 777 flugvélar er saknað í heiminum og líklegt er að brakið sé úr slíkri flugvél. 30. júlí 2015 21:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45
Brakið líklega úr MH370 Talið er nær öruggt að brakið sem fannst á strönd Reunion-eyjar á Indlandshafi í gær sé úr malaísku farþegaþotunni MH370 sem hvarf í mars í fyrra. 31. júlí 2015 08:01
Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00
Brak af flugi MH370 mögulega fundið Brak af samsvarandi flugvél finnst á Reunion-eyju. 29. júlí 2015 17:15
Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Aðeins einnrar Boeing 777 flugvélar er saknað í heiminum og líklegt er að brakið sé úr slíkri flugvél. 30. júlí 2015 21:00