Elías Már Ómarsson spilaði í klukkutíma þegar Vålerenga tapaði 2-0 fyrir Stabæk á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Ernest Asante kom Stabæk yfir á 11. mínútu og varamaðurinn Luc Kassi bætti svo öðru marki við á 72. mínútu.
Með sigrinum komst Stabæk upp fyrir Vålerenga í 2. sæti deildarinnar. Stabæk er nú með 35 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosenborg sem á leik til góða.
Elías Már hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Vålerenga á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Keflavík í vetur.
Elías Már og félagar duttu niður í 3. sætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn