Fótbolti

Elías Már og félagar duttu niður í 3. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Már var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra.
Elías Már var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra. mynd/heimasíða vålerenga
Elías Már Ómarsson spilaði í klukkutíma þegar Vålerenga tapaði 2-0 fyrir Stabæk á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ernest Asante kom Stabæk yfir á 11. mínútu og varamaðurinn Luc Kassi bætti svo öðru marki við á 72. mínútu.

Með sigrinum komst Stabæk upp fyrir Vålerenga í 2. sæti deildarinnar. Stabæk er nú með 35 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosenborg sem á leik til góða.

Elías Már hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Vålerenga á tímabilinu en hann kom til liðsins frá Keflavík í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×