Elliði segir Gunnar Braga hafa orðið sér til skammar Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2015 13:09 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa orðið sér til skammar í viðtalsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. Elliði rekur orðaskipti Gunnþórs Ingvason, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, og Gunnars Braga á bloggi sínu í kjölfar þess að Rússar ákváðu að setja viðskiptabann á Íslendinga.Sjá einnig: Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Elliði segir gagnrýnin viðbrögð Gunnþórs hafa átt rétt á sér vegna þeirra áhrifa sem Rússabannið hefur á Síldarvinnsluna. „Það er eðlilegt að hann hafi áhyggjur af fyrirtækinu, starfsmönnum þess og samfélaginu á Reyðarfirði. Ef hann hefði það ekki væri hann ekki starfi sínu vaxinn. Eðlileg viðbrögð Gunnþórs voru að tjá sig opinberlega og gagnrýna þann skaða sem búið væri að vinna á hálfrar aldar uppbyggingu á mörkuðum í Rússlandi,“ segir Elliði.Segir ráðherra hafa viðhaft lítt duldar hótanir Elliði segir Gunnar Braga hafa brugðist hinn versti við vegna gagnrýni Gunnþórs í stað þess að sýna því skilning sem kjörinn fulltrúi að orð og gjörðir í utanríkismálum hafa afleiðingar fyrir íbúa þess lands og fyrirtæki og mæta þannig gagnrýni af stillingu. Elliði segir eðlilegt að stjórnmálamenn þurfi að ræða veigamiklar ákvarðanir sem snerta íbúa landsins, það sé eðlilegt að þeir þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. „Ef þeir ráða ekki við að gera slíkt á málefnalegan hátt þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Elliði sem segir Gunnar Braga hafa gengið svo langt í þættinum Sprengisandi að viðhafa lítt duldar hótanir um að ef Gunnþór hefði ekki vit á að halda sig til hlés þá yrði fiskveiðistjórnunarkerfið endurskoðað.„Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Gunnar Bragi beindi orðum sínum að Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og öðrum útgerðarmönnum, en hann sagði holan hljóm í málflutningi þeirra. „Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?,“ sagði Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi.Brigsl um arðgreiðslur og oflátungshátt „Ef Gunnþór tjáir skoðanir sem ekki eru stjórnmálamanninum þóknanlegar megi allt eins búast við því að eignir hans og tengdra aðila verði gerðar upptækar,“ segir Elliði um orð Gunnars Braga og segir ráðherrann hafa kryddað þessar alvarlegu hótanir með brigslum um arðgreiðslur og oflátungshátt Síldarvinnslunnar. „Ég vil trúa því að ráðherrann hafi hér hlaupið á sig og þetta tilvik sé ekki dæmigert fyrir hann. Eftir stendur að framkoman að þessu sinni var honum ekki samboðin heldur til skammar,“ segir Elliði.Merki um vondan málstað Hann segir ömurlegt fyrir þá sem eiga allt undir sjávarútvegi að stjórnmálamenn skuli ítrekað leyfa sér að vega að atvinnugreininni. „Það veikir sjávarútveg og sjávarbyggðir. Orð Gunnars Braga hafa vægi og í karpi um utanríkismál hefur hann ekkert að gera með að viðhafa slíkar hótanir. Það er fullkomlega skiljanlegt að Gunnþór Ingvarsson bregðist við ákvörðun sem skaðar fyrirtæki hans og hans heimabyggð. Rétt viðbrögð ráðherra hefðu verið að útskýra og réttlæta ákvörðun sína en ekki að viðhafa hótanir og brigslanir. Að nálgast málið málefnalega en ekki að reyna að þagga niður í gagnrýnisröddum. Slíkt er eingöngu merki um vondan málstað.“ Tengdar fréttir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Jón Baldvin Hannibalsson segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. 19. ágúst 2015 11:52 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa orðið sér til skammar í viðtalsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag. Elliði rekur orðaskipti Gunnþórs Ingvason, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, og Gunnars Braga á bloggi sínu í kjölfar þess að Rússar ákváðu að setja viðskiptabann á Íslendinga.Sjá einnig: Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Elliði segir gagnrýnin viðbrögð Gunnþórs hafa átt rétt á sér vegna þeirra áhrifa sem Rússabannið hefur á Síldarvinnsluna. „Það er eðlilegt að hann hafi áhyggjur af fyrirtækinu, starfsmönnum þess og samfélaginu á Reyðarfirði. Ef hann hefði það ekki væri hann ekki starfi sínu vaxinn. Eðlileg viðbrögð Gunnþórs voru að tjá sig opinberlega og gagnrýna þann skaða sem búið væri að vinna á hálfrar aldar uppbyggingu á mörkuðum í Rússlandi,“ segir Elliði.Segir ráðherra hafa viðhaft lítt duldar hótanir Elliði segir Gunnar Braga hafa brugðist hinn versti við vegna gagnrýni Gunnþórs í stað þess að sýna því skilning sem kjörinn fulltrúi að orð og gjörðir í utanríkismálum hafa afleiðingar fyrir íbúa þess lands og fyrirtæki og mæta þannig gagnrýni af stillingu. Elliði segir eðlilegt að stjórnmálamenn þurfi að ræða veigamiklar ákvarðanir sem snerta íbúa landsins, það sé eðlilegt að þeir þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. „Ef þeir ráða ekki við að gera slíkt á málefnalegan hátt þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Elliði sem segir Gunnar Braga hafa gengið svo langt í þættinum Sprengisandi að viðhafa lítt duldar hótanir um að ef Gunnþór hefði ekki vit á að halda sig til hlés þá yrði fiskveiðistjórnunarkerfið endurskoðað.„Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Gunnar Bragi beindi orðum sínum að Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og öðrum útgerðarmönnum, en hann sagði holan hljóm í málflutningi þeirra. „Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?,“ sagði Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi.Brigsl um arðgreiðslur og oflátungshátt „Ef Gunnþór tjáir skoðanir sem ekki eru stjórnmálamanninum þóknanlegar megi allt eins búast við því að eignir hans og tengdra aðila verði gerðar upptækar,“ segir Elliði um orð Gunnars Braga og segir ráðherrann hafa kryddað þessar alvarlegu hótanir með brigslum um arðgreiðslur og oflátungshátt Síldarvinnslunnar. „Ég vil trúa því að ráðherrann hafi hér hlaupið á sig og þetta tilvik sé ekki dæmigert fyrir hann. Eftir stendur að framkoman að þessu sinni var honum ekki samboðin heldur til skammar,“ segir Elliði.Merki um vondan málstað Hann segir ömurlegt fyrir þá sem eiga allt undir sjávarútvegi að stjórnmálamenn skuli ítrekað leyfa sér að vega að atvinnugreininni. „Það veikir sjávarútveg og sjávarbyggðir. Orð Gunnars Braga hafa vægi og í karpi um utanríkismál hefur hann ekkert að gera með að viðhafa slíkar hótanir. Það er fullkomlega skiljanlegt að Gunnþór Ingvarsson bregðist við ákvörðun sem skaðar fyrirtæki hans og hans heimabyggð. Rétt viðbrögð ráðherra hefðu verið að útskýra og réttlæta ákvörðun sína en ekki að viðhafa hótanir og brigslanir. Að nálgast málið málefnalega en ekki að reyna að þagga niður í gagnrýnisröddum. Slíkt er eingöngu merki um vondan málstað.“
Tengdar fréttir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Jón Baldvin Hannibalsson segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. 19. ágúst 2015 11:52 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Jón Baldvin Hannibalsson segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. 19. ágúst 2015 11:52