Gunnar Bragi segir útgerðarmenn virðast hugsa meira um næsta ársreikning en hag þjóðarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 14:15 Gunnar Bragi utanríkisráðherra lét útgerðarmenn heyra það í morgun. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir holan hljóm í því þegar útgerðarmenn tala um hag þjóðarinnar. Hann gagnrýnir fullyrðingar útgerðarmanna um að 37 milljarðar séu í húfi þegar talan er nærri tíu milljörðum og kallar eftir því að útgerðarmenn sýni samfélagslega ábyrgð. Hann kom í Sprengisand til Sigurjóns M. Egilssonar í morgun ásamt Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Mér finnst holur hljómur í því þegar Jens og útgerðarmennirnir eru að tala um hag þjóðarinnar. Fyrir mér snýst það einmitt um hag þjóðarinnar að við höfum átt bandamenn í að sækja fram með okkar málefni, verja okkar landhelgi eða okkar hagsmuni hvort sem það er í loft-, landhelgi eða annað. Þá sýnist mér að útflytjendur séu fyrst og fremst að hugsa um næsta ársreikning. Það finnst mér býsna gróft. Það verður líka að kalla eftir því að þessir aðilar sýni samfélagslega ábyrgð. Eigum við að treysta þessum aðilum fyrir auðlindinni?“ Jens Garðar hafði fyrr í þættinum gagnrýnt stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir við Rússa. Sagði hann afleiðingarnar koma margfalt meira niður á Íslandi en öðrum þjóðum. Gunnar Bragi benti á að heildarútflutningur Íslands á fiski til Rússlands nemi aðeins um fimm prósent af heildinni þó að mikilvægar tegundir á borð við loðnu og makríl séu í hættu. „Mér hefur komið það spánskt fyrir sjónir að útflytjendur virðast hafa gert ráð fyrir að flytja útflutning sinn til Rússlands á sama tíma og ástandið er með þessum hætti. Á sama tíma og að við vitum að ákveðin fyrirtæki eru hreinlega í banni útaf matvælaeftirliti Rússlands,“ sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira