Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍA 3-1 | Glenn sá um Skagamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2015 21:00 Glenn gerði þrennu í Kópavoginum í kvöld. Vísir/anton brink Blikar héldu pressunni á FH og KR með því að sigra Skagamenn í kvöld, 3-1. Með sigrinum komast þeir upp fyrir KR-inga sem eiga leik til góða. Það var Jonathan Glenn sem stal senunni á Kópavogsvelli. Hann skoraði þrennu og hefur þar með skorað í síðustu þremur leikjum Blika.Skagamenn komu á óvart með að stilla upp í 3-5-2 Blikar komu mjög ákveðnir til leiks og frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiks lenti vörn ÍA í talsverðu basli. Gunnlaugur Jónsson stillti liði sínu up í 3-5-2 og það þýddi bara að vængir vallarins urðu að hlaðborði fyrir kantmenn Blika. Kant- og bakverðir Blika tvímenntu reglulega á bakverði ÍA sem báru ábyrgð á öllum kantinum. Kristinn Jónsson lék lausum hala á vinstri kantinum og eftir um 45. mínútna leik var óskiljanlegt hvernig staðan var ennþá 0-0. ÍA-menn voru hreinlega stálheppnir að vera ekki með fimm mörk á bakinu þegar liðin fóru inn í hálfleik og þar geta Blikar eiginlega bara kennt sjálfum sér um því að þeir reyndu lítið sem ekkert á Árna Snæ í markinu. Aftur og aftur fengu Blikar góð skotfæri um og í kringum markteiginn en alltaf fór boltinn yfir. Skagamenn hrósuðu happi og gerðu breytingar í hálfleik. 3-5-2 varð að 4-3-3 þegar Ásgeir Marteinsson kom af bekknum. Það skilaði sér reyndar strax í marki fyrir Blika þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson gaf hnitmiðaða sendingu fyrir á kollinn á Jonathan Glenn. Verðskulduð forysta og maður hélt að nú myndu Blikar bara bæta í. Úr því varð þó ekki og Skagamenn sóttu í sig veðrið. Breytingar Gunnlaugs í hálfleik gerðu það að verkum að skyndilega kom bit í sóknarleikinn í seinni hálfleik en í þeim fyrri var sóknarsamvinna Garðars Bergmanns og Jón Vilhelms mjög bitlaus.Glenn var frábær í leiknum Ásgeir Marteinsson kom með hraðann sem þurfti og Skagamenn áttu 2-3 góð tækifæri til að jafna áður en jöfnunarmarkið kom. Jón Vilhelm Ákason gaf boltann út í teiginn þar sem Albert Hafsteinsson kom aðvífandi og hnitmiðað skot hans söng í netinu á 81. mínútu Það hefði verið ósanngjarnt fyrir Blika að missa leikinn niður í jafntefli en samt lá þetta jöfnunarmark einhvernveginn í loftinu. Það verður þó að telja það Blikum til tekna að þeir hættu ekki héldu áfram uppteknum hætti. Það skilaði sér í nákvæmlega eins marki og því fyrra. Í þetta skiptið var það Atli Sigurjónsson sem gaf fyrirgjöfina á Glenn sem átti frábæran skalla að marki, óverjandi fyrir Árna Snæ. Glenn setti svo þrennuna í uppbótartíma eftir að Árni Snær fór upp í horn. Varnarmenn Blika hreinsuðu og það var auðvelt fyrir Glenn að skora í autt markið. Verðskuldaður 3-1 sigur staðreynd. Setja verður spurningamerki við ákvörðun Gunnlaugs Jónssonar að stilla upp í 3-5-2. Blikar voru klókir að nýta sér það og spiluðu óspart upp kantana. Óliver Sigurjónsson átti frábæran leik á miðjunni og dældi boltum á Kristinn Jónnson á vinstri kantinum. Það var of mikið fyrir varnarmenn ÍA sem eiga þó skilið hrós fyrir að hafa komið til baka og verið mjög nálægt því að næla sér í jafntefli gegn mjög sterku liði Breiðabliks sem hljóta að stefna að því að veita KR og FH alvöru atlögu að titlinum.Arnar Grétarsson: Þú vilt ekki vita hvað ég var að hugsa þegar Skaginn jafnaðiArnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn. Blikar óðu í færum í fyrri hálfleik án þess að skora, Arnar var þó ekkert stressaður yfir því. „Ég sagði við þá í hálfleik að við hlytum einfaldlega að skora sem við og gerðum í upphafi seinni hálfleiks. Mér leið ágætlega en ég var ósáttur með að nýta ekki eitthvað af þessum færum. Þetta voru miklir yfirburðir og við vorum með 5-6 algjör dauðafæri fyrir utan aðra möguleika á að búa til færi. Ég var samt ánægður hvernig menn komu inn í leikinn. Það var engin værukærð og við tókum þetta föstum tökum frá upphafi.“ Skagamenn stilltu upp í 3-5-2 og það kom Arnari á óvart. „Það kom okkur smá á óvart en við áttum alveg eins von á því þegar við sáum uppstillinguna með liðinu. Þeir spiluðu þessa uppstillingu gegn okkur síðast og þeir hafa kannski haldið að þetta myndi gefa þeim fína niðurstöðu. Það var kannski svolítið skrýtið að spila með einn á hvorum kanti því við erum með sterka kantmenn. En þetta var þeirra val og ég er ánægður með að skora þrjú mörk.“ Arnar var ekki sáttur þegar Skagamenn jöfnuðu en var ánægður með að liðið skyldi koma til baka og ná í stigin þrjú. Jonathan Glenn átti einnig stjörnuleik og skoraði þrennu en Arnar var mjög ánægður með framlag hans í kvöld. „Þú vilt ekki fá að vita. Það var ekki fallegar hugsanir en sem betur komum við til baka og skorum glæsilegt mark. Hann skorar mörk. Það hefur verið smá þurrð í gangi en það er frábært að fá hann inn og við hefðum átt að skora miklu fleiri mörk hér í dag. Hann er búinn að skora í þremur leikjum í röð. Hann kemur vel inn í hópinn og passar við okkar. Þetta er flottur drengur innan vallar sem utan og það skiptir miklu máli.“ Arnar segir að Evrópusæti sé markmiðið en að allt geti gerst verði liðið í baráttunni þegar skammt er eftir. „Númer eitt er að tryggja markmið okkar sem er Evrópukeppni. Þegar það er tryggt og við erum kannski í séns þegar 2-3 leikir eftir þá vilja allir ná í titilinn en við erum með lappirnar á jörðinni.“Gunnlaugur Jónsson: Byrjum seinni hálfleik ekki nógu vel. Þjálfari Skagamanna var ósáttur með að ná ekki stigi hér í kvöld en ÍA jafnaði þegar skammt var eftir leiks. „Ég var ekki sáttur við spilamennskuna í fyrri hálfleik. Vissulega breyttum við aðeins út af og spiluðum annað kerfi, gerðum það reyndar í fyrri leiknum sem gekk vel og við ætluðum að taka það með okkiur í þennan leik. Það ekki ekki í kvöld þó að það hafi verið 0-0 í hálfleik. Við byrjum nýjan leik í seinni hálfleik, byrjum hann ekki nógu vel og þurfum að fá mark á okkur til að vakna.“ „Ég er mjög svekktur með að fara ekki með stig heim eftir að við náum að jafna í lokin. Við vorum í góðum málum eftir að þeir komast yfir. Þá náum við tökum á leiknum og mér fannst við vera ofan á. Við eigum upphlaupin og sköpum hætturnar. Það er virkillega fúlt að fá þetta 2-1 mark á okkur.“ Ásgeir Marteinsson sem spilað hefur vel upp á síðkastið var á bekknum en átti flotta innkomu í seinni hálfleik ásamt því að Gunnlaugur breytti um leikkerfi. Við það batnaði sóknarleikur ÍA. „Við veðjuðum á að Jón Vilhelm og Garðar myndu fúnkera betur í þessu kerfi og þá gætum við átt Ásgeir ferskan inni. Hann er búinn að vera virkilega góður frá og með 6. og 7. umferð. Ég hef ekkert út á spilamennsku hans að setja og það var ekki ástæðan fyrir því að hann byrjaði á bekknum. Hann kom mjög flottur inn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Blikar héldu pressunni á FH og KR með því að sigra Skagamenn í kvöld, 3-1. Með sigrinum komast þeir upp fyrir KR-inga sem eiga leik til góða. Það var Jonathan Glenn sem stal senunni á Kópavogsvelli. Hann skoraði þrennu og hefur þar með skorað í síðustu þremur leikjum Blika.Skagamenn komu á óvart með að stilla upp í 3-5-2 Blikar komu mjög ákveðnir til leiks og frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiks lenti vörn ÍA í talsverðu basli. Gunnlaugur Jónsson stillti liði sínu up í 3-5-2 og það þýddi bara að vængir vallarins urðu að hlaðborði fyrir kantmenn Blika. Kant- og bakverðir Blika tvímenntu reglulega á bakverði ÍA sem báru ábyrgð á öllum kantinum. Kristinn Jónsson lék lausum hala á vinstri kantinum og eftir um 45. mínútna leik var óskiljanlegt hvernig staðan var ennþá 0-0. ÍA-menn voru hreinlega stálheppnir að vera ekki með fimm mörk á bakinu þegar liðin fóru inn í hálfleik og þar geta Blikar eiginlega bara kennt sjálfum sér um því að þeir reyndu lítið sem ekkert á Árna Snæ í markinu. Aftur og aftur fengu Blikar góð skotfæri um og í kringum markteiginn en alltaf fór boltinn yfir. Skagamenn hrósuðu happi og gerðu breytingar í hálfleik. 3-5-2 varð að 4-3-3 þegar Ásgeir Marteinsson kom af bekknum. Það skilaði sér reyndar strax í marki fyrir Blika þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson gaf hnitmiðaða sendingu fyrir á kollinn á Jonathan Glenn. Verðskulduð forysta og maður hélt að nú myndu Blikar bara bæta í. Úr því varð þó ekki og Skagamenn sóttu í sig veðrið. Breytingar Gunnlaugs í hálfleik gerðu það að verkum að skyndilega kom bit í sóknarleikinn í seinni hálfleik en í þeim fyrri var sóknarsamvinna Garðars Bergmanns og Jón Vilhelms mjög bitlaus.Glenn var frábær í leiknum Ásgeir Marteinsson kom með hraðann sem þurfti og Skagamenn áttu 2-3 góð tækifæri til að jafna áður en jöfnunarmarkið kom. Jón Vilhelm Ákason gaf boltann út í teiginn þar sem Albert Hafsteinsson kom aðvífandi og hnitmiðað skot hans söng í netinu á 81. mínútu Það hefði verið ósanngjarnt fyrir Blika að missa leikinn niður í jafntefli en samt lá þetta jöfnunarmark einhvernveginn í loftinu. Það verður þó að telja það Blikum til tekna að þeir hættu ekki héldu áfram uppteknum hætti. Það skilaði sér í nákvæmlega eins marki og því fyrra. Í þetta skiptið var það Atli Sigurjónsson sem gaf fyrirgjöfina á Glenn sem átti frábæran skalla að marki, óverjandi fyrir Árna Snæ. Glenn setti svo þrennuna í uppbótartíma eftir að Árni Snær fór upp í horn. Varnarmenn Blika hreinsuðu og það var auðvelt fyrir Glenn að skora í autt markið. Verðskuldaður 3-1 sigur staðreynd. Setja verður spurningamerki við ákvörðun Gunnlaugs Jónssonar að stilla upp í 3-5-2. Blikar voru klókir að nýta sér það og spiluðu óspart upp kantana. Óliver Sigurjónsson átti frábæran leik á miðjunni og dældi boltum á Kristinn Jónnson á vinstri kantinum. Það var of mikið fyrir varnarmenn ÍA sem eiga þó skilið hrós fyrir að hafa komið til baka og verið mjög nálægt því að næla sér í jafntefli gegn mjög sterku liði Breiðabliks sem hljóta að stefna að því að veita KR og FH alvöru atlögu að titlinum.Arnar Grétarsson: Þú vilt ekki vita hvað ég var að hugsa þegar Skaginn jafnaðiArnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn. Blikar óðu í færum í fyrri hálfleik án þess að skora, Arnar var þó ekkert stressaður yfir því. „Ég sagði við þá í hálfleik að við hlytum einfaldlega að skora sem við og gerðum í upphafi seinni hálfleiks. Mér leið ágætlega en ég var ósáttur með að nýta ekki eitthvað af þessum færum. Þetta voru miklir yfirburðir og við vorum með 5-6 algjör dauðafæri fyrir utan aðra möguleika á að búa til færi. Ég var samt ánægður hvernig menn komu inn í leikinn. Það var engin værukærð og við tókum þetta föstum tökum frá upphafi.“ Skagamenn stilltu upp í 3-5-2 og það kom Arnari á óvart. „Það kom okkur smá á óvart en við áttum alveg eins von á því þegar við sáum uppstillinguna með liðinu. Þeir spiluðu þessa uppstillingu gegn okkur síðast og þeir hafa kannski haldið að þetta myndi gefa þeim fína niðurstöðu. Það var kannski svolítið skrýtið að spila með einn á hvorum kanti því við erum með sterka kantmenn. En þetta var þeirra val og ég er ánægður með að skora þrjú mörk.“ Arnar var ekki sáttur þegar Skagamenn jöfnuðu en var ánægður með að liðið skyldi koma til baka og ná í stigin þrjú. Jonathan Glenn átti einnig stjörnuleik og skoraði þrennu en Arnar var mjög ánægður með framlag hans í kvöld. „Þú vilt ekki fá að vita. Það var ekki fallegar hugsanir en sem betur komum við til baka og skorum glæsilegt mark. Hann skorar mörk. Það hefur verið smá þurrð í gangi en það er frábært að fá hann inn og við hefðum átt að skora miklu fleiri mörk hér í dag. Hann er búinn að skora í þremur leikjum í röð. Hann kemur vel inn í hópinn og passar við okkar. Þetta er flottur drengur innan vallar sem utan og það skiptir miklu máli.“ Arnar segir að Evrópusæti sé markmiðið en að allt geti gerst verði liðið í baráttunni þegar skammt er eftir. „Númer eitt er að tryggja markmið okkar sem er Evrópukeppni. Þegar það er tryggt og við erum kannski í séns þegar 2-3 leikir eftir þá vilja allir ná í titilinn en við erum með lappirnar á jörðinni.“Gunnlaugur Jónsson: Byrjum seinni hálfleik ekki nógu vel. Þjálfari Skagamanna var ósáttur með að ná ekki stigi hér í kvöld en ÍA jafnaði þegar skammt var eftir leiks. „Ég var ekki sáttur við spilamennskuna í fyrri hálfleik. Vissulega breyttum við aðeins út af og spiluðum annað kerfi, gerðum það reyndar í fyrri leiknum sem gekk vel og við ætluðum að taka það með okkiur í þennan leik. Það ekki ekki í kvöld þó að það hafi verið 0-0 í hálfleik. Við byrjum nýjan leik í seinni hálfleik, byrjum hann ekki nógu vel og þurfum að fá mark á okkur til að vakna.“ „Ég er mjög svekktur með að fara ekki með stig heim eftir að við náum að jafna í lokin. Við vorum í góðum málum eftir að þeir komast yfir. Þá náum við tökum á leiknum og mér fannst við vera ofan á. Við eigum upphlaupin og sköpum hætturnar. Það er virkillega fúlt að fá þetta 2-1 mark á okkur.“ Ásgeir Marteinsson sem spilað hefur vel upp á síðkastið var á bekknum en átti flotta innkomu í seinni hálfleik ásamt því að Gunnlaugur breytti um leikkerfi. Við það batnaði sóknarleikur ÍA. „Við veðjuðum á að Jón Vilhelm og Garðar myndu fúnkera betur í þessu kerfi og þá gætum við átt Ásgeir ferskan inni. Hann er búinn að vera virkilega góður frá og með 6. og 7. umferð. Ég hef ekkert út á spilamennsku hans að setja og það var ekki ástæðan fyrir því að hann byrjaði á bekknum. Hann kom mjög flottur inn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira