Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 09:57 Unnur Brá Konráðsdóttir. Vísir/Vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22