Enski boltinn

Wolfsburg enn ekki fengið tilboð í De Bruyne

Anton Ingi Leifsson skrifar
Belginn í leik með Wolfsburg.
Belginn í leik með Wolfsburg. vísir/getty
Wolfsburg hefur enn ekki fengið formlegt tilboð í miðjumanninn Kevin de Bruyne, en sögusagnir fóru á flug í síðustu viku að City hefði boðið í belgíska miðjumanninn.

Heimildir Sky Sports hermdu að City hefði boðið 47 milljónir punda í þennan 23 ára gamla leikmann, en svo virðist ekki vera.

„De Bruyne er ekki að fara veikja liðið. Hann er ótrúlegur leikmaður," sagði Vincent Kompany, fyrirliði City, aðspurður um komu De Bruyne, en þeir eru samherjar í belgíska landsliðinu.

Wolfsburg neitar að það hafi borist tilboð frá City í þennan fyrrum leikmann Chelsea, en Klaus Allofs, yfirmaður knattspyrnumála hjá Wolfsburg, segir að það gæti breyst skyndilega.

„Við viljum ekki selja hann, en það gæti komið tilboð á næstu dögum. Við viljum halda honum, en við viljum byggja sterkt lið og viljum að Kevin verði hluti af því," sagði Klaus og bætti við:

„Allt getur gerst í knattspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×