Erlent

Norðurljós séð úr geimnum - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimfarinn Scott Kelly birtir reglulega einstakar myndir og myndbönd úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Í gær birti hann einstaklega flott myndband af norðurljósum sem sjá má hér að neðan. Fleiri myndir og myndbönd má sjá á Twittersíðu Scott.

Scott hefur nú verið í 142 daga um borð í geimstöðinni en hann mun vera þar í heilt ár. Með honum verður rússneski geimfarinn Mikhail Kornienko. Vera þeirra í geimnum svo lengi er liður í rannsóknarverkefni til undirbúnings mannaðra ferða til mars. Yfirleitt eru geimfarar fjóra til sex mánuði í geiminum.

Að vera svo lengi í geimnum hefur margþætt áhrif á líkama geimfaranna. Má þar nefna breytingar á sjón, beinþynningu og vöðvarýrnun. Þau áhrif eru öll til kominn vegna skorts á þyngdarafli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×