Vel tókst að losa hnúfubakinn úr netinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. ágúst 2015 19:02 Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Í morgun tókst að losa grásleppunet af hnúfubak í Faxaflóa en dýrið hafði verið fast í netunum í um tvo mánuði. Hópur á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands ásamt erlendum sérfræðingum fóru út eldsnemma í morgun til þess að halda áfram björgunaraðgerðum frá því í gær. „Við fórum út með erlendu aðilunum í fyrsta skipti í gærmorgun, vorum allan gærdaginn að svona meta hegðun dýrsins, komast að því og svoleiðis, svo í morgun komumst við í gott færi og gekk bara ótrúlega vel,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Notuð var þekkt aðferð þar sem baujur voru festar á veiðarfærin til þess að hægja á ferð dýrsins til þess að halda því sem næst yfirborðinu. „Síðan skera þeir á rétta staði því þeir þurfa að passa sig að skera ekki bara einhvers staðar og missa ekki þá takið, þannig það í rauninni var lykillinn að þessu,“ segir María. Um var að ræða samstarfsverkefni hvalaskoðunarfyrirtækja og skipstjóri Eldingar var ánægður með hvernig til tókst en búist hafði verið við að það gæti tekið mun lengri tíma að ná netinu af dýrinu. „Í gær komum við bauju á þannig það var auðvelt að finna hvalinn í dag. Svo gekk þetta bara afskaplega vel,“ segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri Eldingar. Hluti af veiðarfærunum er enn fast í dýrinu en búist er við að það vaxi úr því ef allt gengur eftir. Talið er að góðar líkur séu á því að dýrið nái sér að fullu. „Það hefði verið miklu betra ef það hefði verið hægt að sinna þessu miklu fyrr en við gáfum honum þau tækifæri sem við gátum og nú er þetta undir dýrinu komið. Svona sár geta verið lengi að gróa en við erum viss um að það nái sér,“ segir Allister Jack, frá samtökunum British Divers Marine Life Rescue. Myndina að ofan tók Guðlaugur Ottesen
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira