Sport

Ætlar að skila þátttökubikurum sona sinna

Samúel Karl Ólason skrifar
James Harrisson leikmaður Pittsbourgh Steelers.
James Harrisson leikmaður Pittsbourgh Steelers. Vísir/Getty
James Harrisson, leikmaður Pittsburgh Steelers, er ekki sáttur við að synir sínir hafi fengið bikara fyrir það eitt að taka þátt í íþróttamóti. Hann segir að þrátt fyrir að hann elski syni sína og muni styðja þá þangað til hann deyr, trúir hann því að menn verði að vinna fyrir slíku.

„Ég ætla ekki að ala tvo drengi upp sem trúa því að þeir eigi rétt á einhverju fyrir að hafa gert sitt besta. Stundum er manns besta ekki nóg og það ætti að hvetja okkur til að verða betri,“ skrifar Harrisson á Facebook síðu sína.

Á vef Fox Sports segir að Harrisson hafi fyrst spilað í NFL deildinni árið 2002 þar sem hann kom inn með lausasölu. Það tók hann fimm ár að komast í byrjunarlið Pittsburgh Steelers. Síðan þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna.

I came home to find out that my boys received two trophies for nothing, participation trophies! While I am very proud of...

Posted by James Harrison on Saturday, August 15, 2015
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×