Kjartan Henry Finnbogason tryggði AC Horsens 1-0 sigur á FC Roskilde í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.
Kjartan Henry skoraði eina markið af vítapunktinum á 24. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0 sigur Horsens.
KR-ingurinn hefur skorað helming marka Horsens í deildinni eða tvö af fjórum mörkum liðsins.
Þetta var fyrsti sigur Horsens á tímabilinu, en liðið er með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina.
Kjartan Henry hetja Horsens
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

