Mun funda með Atvinnuveganefnd vegna „ósanngjarns rekstrarumhverfis“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 18:45 Ólafur M. Magnússon. Vísir/Stefán Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður. Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður.
Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira