Innlent

Lestu úrskurð Gerðardóms hér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gerðardómur hefur kynnt úrskurð sinn í kjaradeilu Bandalags háskólamanna, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins. Gildandi kjarasamingur við BHM verður framlengdur um 2 ár og gildir frá 31. mars 2015 til 31.ágúst 2017. Gildandi kjarasamningur við FÍH verður framlengdur til 2019.

Lestu úrskurð Gerðardóms hér.

Samkvæmt úrskurðinum munu laun félagsmanna BHM hækka um 7,2% frá og með 31. mars 2015. Frá og með 1. júní 2016 hækka laun svo um 5,5%.

Félagsmenn FÍH munu fá 21,7 prósenta hækkun fram til ársins 2019.

Hæstiréttur úrskurðaði í gær að íslenska ríkinu hefði verið heimilt að setja lög á verkföll BHM. Samkvæmt lögunum var Gerðardómur skipaður og átti hann að skila úrskurði í síðasta lagi þann 15. ágúst.

Dóminn skipuðu Garðar Garðarsson hæstarréttarlögmaður sem var formaður, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri og Stefán Svavarsson endurskoðandi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×