Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12