Íslendingar geta sjálfum sér um kennt Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira
Forsætisráðherra Rússlands segir Íslendinga sjálfa hafa valið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og að sé nú svarað í sömu mynt með innflutningsbanni á íslenskar matvörur. Utanríkisráðherra segir að nú reyni á samstöðu bandamanna Íslendinga varðandi hagstæð utanríkisviðskipti. Dimitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að Ísland hefði ásamt Albaníu, Svartfjallalandi og Liktenstein verið bætt á lista ríkja Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjanna sem ekki mættu flytja frá matvæli til Rússlands. Þá færi Úkraína á listan ef landið undirritaði efnahagssamning við Evrópusambandið. Medvedev sagði þessi ríki hafa sagst skuldbundin til að undirgangast refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum en það væri bara að hluta til rétt. Fjöldi ríkja í svipaðri stöðu hefðu ekki tekið þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Rússum og því hefðu þessi ríki val.Íslendingar reiða sig á virðingu fyrir alþjóðalögumUtanríkisráðherra segir bandamenn Íslendinga hafa þrýst á þá að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum. Enda hafi þeir brotið alþjóðlög með innrásinni á Krímskaga. Ekki komi til greina að endurskoða þessa ákvörðun. „Bandamenn okkar bentu réttilega á að þegar alþjóðalög og sáttmálar eru brotin sé erfitt að sitja hjá. Þetta er prinsipspurning fyrir Ísland þar sem við reiðum okkur á einmitt slík lög og sáttmála. Við verðum að geta staðið á prinsippinu að mínu mati,“ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fundaði með sendiherra Rússlands á Íslandi í dag og benti á að bann Rússa væri mun þyngra högg fyrir íslenskt efnahagslíf en annarra þjóða. En þær aðgerðir sem Íslendingar taka þátt í gagnvart Rússum fela í sér bann við útflutningi á ýmsum hernaðartengdum varningi og ferðabann á ýmsa rússneska stjórnmálamenn. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að sendiherrann hafi sagt að aðgerðirnar beindust ekki sérstaklega gegn Íslandi. Rússar væru að svara í sömu mynt fyrir þær ólöglegu aðgerðir sem beitt hefði verið gegn þeim.Reynir á samstöðu bandamanna Íslendinga Áætlað hefur verið að útflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti dregist saman um allt að 37 milljarða á ári vegna innflutningsbannsins. En bannið nær ekki til innflutnings á lambakjöti, ærkjöti, hrossakjöti og niðursoðnu fiskmeti í dósum. „Nú hins vegar tekur við hjá okkur að bregðast við og við munum að sjálfsögðu leitast eftir því við okkar bandamenn og vini um að nú þurfi menn að standa saman. Sýna samstöðuna sem óskað hefur verið eftir,“ segir utanríkisráðherra.Og hún felst í?„Hún felst t.d. í því að við munum ræða við Evrópusambandið varðandi viðskiptahagsmuni, tollamál og þessháttar. Við munum líka ræða við Bandaríkjamenn og aðra um hvar þeir geti komið okkur til aðstoðar. Ég mun eiga samtal og er að bíða eftir samtali við Federica Mogherini sem er utanríkismálastjóri Evrópusambandsins þar sem ég mun ræða þetta við hana,“ segir Gunnar Bragi. En frá og með árinu 2010 til júní á þessu ári hafa Íslendingar flutt inn vörur frá Rússlandi fyrir um 20,5 milljarða króna.Kemur til greina að við skoðum að hætta þeim innflutningi?„Það finnst mér ekki. Við munum að sjálfsögðu reyna að ræða við Rússa. Reyna að opna fyrir þessi viðskipti aftur. Við teljum það eðlilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11 Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira
Íslensk stjórnvöld harma ákvörðun rússneskra yfirvalda Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum. 13. ágúst 2015 16:11
Rússar setja viðskiptabann á Íslendinga Rússland hefur ákveðið að setja viðskiptabann á matvæli frá fimm ríkjum til viðbótar við það bann sem þegar hafði verið sett á ríki Evrópusambandsins. Löndin eru Albanía, Svartfjallaland Liechtenstein og Úkraína. 13. ágúst 2015 11:12