Innlent

Páll Halldórsson: „Vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga“

Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Páll Halldórsson og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður.
Páll Halldórsson og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður. Vísir/GVA
„Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, um dóm Hæstaréttar sem féll í morgun.

Í dómnum segir að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Skuli dómur héraðsdómur standa óraskaður.

Páll segir dóminn mikil vonbrigði og illt ef það þurfi að „leita til annarra landa til þess að fá fram rétt í þessi máli.“

Aðspurður um hvort að þetta þýði að félagið ætli að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg segir Páll félagið íhuga það. „Við munum að sjálfsögðu ekki láta þessi ólög, láta neins ófreistað til að hérna hrinda þessum ólögum.“

Lesa má dóm Hæstaréttar að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×