Sport

Árásin var vegna skuldar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Geno Smith í leik með Jets á síðasta tímabili.
Geno Smith í leik með Jets á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Árásin sem Geno Smith, leikstjórnandi New York Jets, varð fyrir í gær var vegna skuldar hans eftir að Geno Smith stóð ekki við loforð sín um að mæta í æfingarbúðir IK Enemkpali, leikmannsins sem kýldi Smith. Enemkpali keypti flugmiða fyrir Smith en leikstjórnandinn lét ekki sjá sig og vildi varnarmaðurinn því fá endurgreitt.

Málið hefur vakið mikla athygli Vestanhafs en talið var að tímabilið sem hefst eftir fjórar vikur væri síðasta tækifæri Smiths sem valinn var með 39. valrétt í nýliðavalinu árið 2013.

Hefur honum ekki tekist að hrífa stuðningsmenn né forráðamenn liðsins fyrstu tvö tímabil sín í herbúðum Jets en hann var settur á bekkinn á miðju tímabili í stað hins 35 árs gamla Michael Vick á síðasta ári.

Enemkpali borgaði fyrir flugmiða Smiths til þess að hann gæti komið og hitt unga aðdáendur í æfingarbúðum hans en leikstjórnandinn tjáði að hann gæti ekki mætt vegna þess að hann væri að heimsækja bróðir sinn á spítala.

Leiddi það til þess að Enemkpali réðst á Smith í búningsklefanum í gær og braut kjálka Smiths á tveimur stöðum. Samkvæmt miðlum erlendis var um 600 dollara að ræða eða tæplega 80.000 íslenskar krónur.

Enemkpali var leystur undan samningi hjá New York Jets undir eins en hann var valinn í nýliðavalinu á síðasta ári. Lék hann aðeins í sex leikjum fyrir liðið áður en hann var leystur undan samningi.



NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×