Með alvarlega áverka eftir flugslysið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 10:39 Arngrímur Jóhansson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands. Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndi flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Þetta staðfestir læknir á gjörgæsludeild við RÚV í morgun. Kanadískur maður lést í slysinu í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 17 en vélin fannst klukkan 20:29. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem barst fjölmiðlum um tíuleytið í morgun kemur fram að sjóflugvélin hafi verið af gerðinni Beaver og með kallmerkið N610LC. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17, þegar eftirgrennslan hafði engum árangri skilað, var lýst yfir neyðarástandi og lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þegar kallaðar út ásamt björgunarsveitum og lögreglu á Norður- og Vesturlandi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu líklegustu flugleið vélarinnar. Þá leitaði einkaflugvél líklegustu flugleiðir upp úr Eyjafirði.Vélin var á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Annar látinn en hinn nokkuð slasaður Þegar var hafist handa við að þrengja leitarsvæðið og var haft samband við fjölda bæja á líklegum flugleiðum til að afla upplýsinga um flugumferð dagsins. Það leiddi til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið niður á sunnanverðan Tröllaskaga. Þá var notaður GSM leitarbúnaður til að finna GSM síma áhafnar flugvélarinnar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal. Stýrimaður og læknir þyrlunnar sigu niður að flaki vélarinnar. Var annar flugmannanna látinn en Arngrímur nokkuð slasaður þegar að var komið. Búið var um Arngrím og hann hífður upp í þyrluna sem flaug með hann til Akureyrar. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins en þyrlur Landhelgisgæslunnar munu aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson, þaulreyndi flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysi í Hörgárdal í gær, er með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Þetta staðfestir læknir á gjörgæsludeild við RÚV í morgun. Kanadískur maður lést í slysinu í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. Neyðarástandi var lýst yfir klukkan 17 en vélin fannst klukkan 20:29. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem barst fjölmiðlum um tíuleytið í morgun kemur fram að sjóflugvélin hafi verið af gerðinni Beaver og með kallmerkið N610LC. Flugvélin lagði af stað frá Akureyri klukkan 14 en áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17, þegar eftirgrennslan hafði engum árangri skilað, var lýst yfir neyðarástandi og lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru þegar kallaðar út ásamt björgunarsveitum og lögreglu á Norður- og Vesturlandi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu líklegustu flugleið vélarinnar. Þá leitaði einkaflugvél líklegustu flugleiðir upp úr Eyjafirði.Vélin var á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Annar látinn en hinn nokkuð slasaður Þegar var hafist handa við að þrengja leitarsvæðið og var haft samband við fjölda bæja á líklegum flugleiðum til að afla upplýsinga um flugumferð dagsins. Það leiddi til þess að hægt var að þrengja leitarsvæðið niður á sunnanverðan Tröllaskaga. Þá var notaður GSM leitarbúnaður til að finna GSM síma áhafnar flugvélarinnar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal. Stýrimaður og læknir þyrlunnar sigu niður að flaki vélarinnar. Var annar flugmannanna látinn en Arngrímur nokkuð slasaður þegar að var komið. Búið var um Arngrím og hann hífður upp í þyrluna sem flaug með hann til Akureyrar. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins en þyrlur Landhelgisgæslunnar munu aðstoða rannsóknarnefndina og lögreglu við að komast á staðinn og flytja flak flugvélarinnar til byggða. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Leit hafin að lítilli flugvél Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna lítillar flugvélar sem hafði ekki skilað sér. Tveir menn voru í vélinni. 9. ágúst 2015 18:36