Allir eiga sér sína sögu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 13:15 Rúnar segir vinnuna við leikhúsiö hafa verið gefandi á alla kanta og vonast til að verði áframhald á starfinu. Fréttablaðið/Ernir „Við vissum að í þessum hóp var fullt af hæfileikafólki. Hugmyndin var fyrst og fremst sú að skapa farveg fyrir þessar raddir,“ segir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri sem ásamt Ilmi Kristjánsdóttur stofnaði Heimilislausa leikhúsið Ethos sem setti upp sýninguna Verð að heiman í dag, á Menningarnótt. Sýningin var fjölbreytt samsuða ýmissa listforma, farið var með ljóð, sungið, leikið og dansað. Leikararnir eiga það allir sameiginlegt að vera utangarðs í samfélaginu, heimilislausir, hælisleitendur, flóttafólk, sumir hafa glímt við áfengisvandamál, geðsjúkdóma eða langtímaatvinnuleysi. Hugmyndin að leikhúsinu kviknaði í vor en bæði hafa þau Rúnar og Ilmur lengi haft áhuga á því að vinna að list með utangarðshópum í samfélaginu.Vinna gegn fordómum „Við ákváðum bara að kýla á þetta og sjá hvort þetta myndi ganga hér á Íslandi,“ segir Rúnar. Viðbrögðin voru góð og fjölmargir vildu taka þátt. Og ekki skorti hugmyndirnar. „Þetta eru raddir sem kannski heyrast ekki alla jafna. Okkur langaði bara að búa til leikhóp fyrir þetta fólk. Þarna er fullt af hæfileikum og það er búið að vera alveg frábært að vinna þetta,“ segir hann. Þátttakendurnir komu sjálfir með hugmyndir að því hvað þeir vildu gera í sýningunni. „Það lögðu allir sitt í púkkið og svo var valið úr. Í hópnum eru miklir hæfileikar og við hefðum getað gert miklu meira. Það er til dæmis einn í hópnum sem er mikill myndlistarmaður og við höfðum hugsað okkur að blanda myndlistinni inn á einhvern hátt en það var bara ekki tími til þess. Sumir áttu ljóð eða texta sem voru mjög góðir. Við völdum bara úr en það var miklu meira efni þarna,“ segir hann. Fæstir sem tóku þátt höfðu komið fram áður og flestir eru í þannig stöðu að eiga kannski ekki auðvelt með að finna vettvang fyrir listsköpun sína. Rúnar segist hafa lært margt um stöðu þessara jaðarhópa á vinnunni í sumar. „Það er líka kannski svolítið hugmyndin með þessu, að vinna gegn fordómum. Þú sérð eitthvert fólk og stimplar það. En allir hafa einhverja sögu og það eru ástæður fyrir öllu. Það er fegurðin sem býr í öllu fólki að einhverju leyti og allir hafa eitthvað fram að færa.“Gefandi á alla kanta Rúnar segir það hafa verið gefandi á alla kanta að taka þátt í þessari vinnu. Þó að mörg úrræði séu fyrir þennan hóp þá vanti oft upp á eitthvað til að næra andlegu hliðina. Að fólk hafi eitthvað fyrir stafni og geti gefið af sér. Það hafi þó aldrei verið ætlunin að bjarga neinum og ekki gengið út frá því. „Margt af þessu fólki hefur verið mjög einangrað lengi. Bara það að koma og hitta fólk og finna tilgang skiptir máli. Það sem þau eiga kannski að mestu sameiginlegt, þótt þau séu ólík um margt er að þau hafa tíma. Með þessu geta þau gefið tímanum gildi, verið að vinna að einhverju. Það er mjög gefandi að vinna á skapandi hátt og búa eitthvað til,“ segir hann og heldur áfram. „Það er líka mikilvægt fyrir margt fólk í þessari stöðu að stíga það skref að fara að gefa, að vera ekki alltaf í hlutverki þiggjandans eða eins og við sjáum það utan frá. Þetta er fólk sem hefur fullt að gefa líka.“ Miklir fordómar Í hópnum er meðal annars að finna útigangsmanninn Herbert sem hefur verið á götunni í átta ár. Hann er 73 ára en yngsti þátttakandinn er um tvítugt. Þarna komu því saman allir aldurshópar. Æfingatímabilið gekk vel þó að á ýmsu hafi gengið. Sumir komu og fóru en kjarnahópurinn hélst nánast allan tímann og það var hópurinn sem sýndi tvær sýningar fyrir fullu húsi í samkomusal Hjálpræðishersins á Menningarnótt. Röðin inn á sýningarnar náði langt út á Austurvöll og færri komust að en vildu. Rúnar segir mikla fordóma ríkja í samfélaginu gagnvart þessum jaðarhópum. „Ég held að það þurfi að hugsa öll þessi mál svolítið upp á nýtt. Alkóhólismi og fíkn eru heilsufarsleg vandamál en það eru ofboðslegir fordómar gagnvart þessu öllu. Líka geðsjúkdómum, langtímaatvinnuleysi og þessu öllu. Fordómaveggurinn er mjög erfiður. Það er alltaf ástæða fyrir því að fólk lendir í þessari stöðu. Öll erum við manneskjur og það var kannski svolítið flöturinn sem við vildum að kæmi í gegn með þessari sýningu. Hvað þetta fólk hefur að segja og hvað það hefur fram að færa. Það þarf viðhorfsbreytingu varðandi þessi mál.“Vonast til að halda áfram Rúnar segist vonast til þess að hægt verði að starfrækja leikhúsið áfram í einhverri mynd. Það sé mikill áhugi á meðal leikaranna en líka almennings en færri komust að en vildu á sýningarnar á Menningarnótt. „Okkur langar mjög mikið til að halda þessu áfram og það er greinilega mikil þörf fyrir það. Það er mikill áhugi í þessum hóp fyrir að gera meira. Það þarf þá einhvern veginn að finna því farveg, það er ekki endalaust hægt að vinna við engin skilyrði. Við unnum þetta þannig séð bara í sumar í sjálfboðavinnu launalaust. Hjálpræðisherinn reyndist okkur mjög vel í sambandi við húsnæði. En næsta skref væri kannski að reyna að finna þessu einhvern farveg og byggja upp einhvern strúktúr í kringum þetta. Við vonum að við getum haldið þessu áfram.“Herbert Marinósson.„Ég fékk alveg líf í æðarnar út af þessu,“ segir Herbert Marinósson sem tók þátt í sýningunni. Hann hefur verið á götunni meira og minna í átta ár en Herbert er 73 ára gamall og segist enga heilsu hafa til þess að vera á götunni. Hann sefur í Gistiskýlinu en hefst við í miðbænum yfir daginn. „Það var fyrir röð tilviljana að ég datt inn í þetta.“Hann las upp ljóð á sýningunni.„Það kemur frá kórunum, ég hef svo þjálfaða rödd,“ segir Herbert sem hefur sungið í heilmörgum kórum í gegnum tíðina. Hann segir samstarfið í hópnum hafa gengið alveg prýðilega og að það hafi verið skemmtilegt að hafa eitthvað fyrir stafni yfir daginn. „Þetta var ekki mikið æfingatímabil en það var aðallega það að ég þurfti að hafa þolinmæði til að hlusta á aðra,“ segir Herbert.Davíð Ingi.„Þetta var góð upplifun og gaman að geta gefið af sér,“ segir Davíð Ingi sem tók þátt í sýningunni. Davíð hefur verið á götunni meira og minna frá 18 ára aldri. Hann er núna 39 ára, hefur verið edrú í nokkra mánuði, kom úr fangelsi fyrir nokkrum mánuðum og býr á áfangaheimili. Davíð spilaði frumsamið lag og fór með gamanmál á sýningunni. Hann segir æfingarnar hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að sýna á Menningarnótt þótt hann hafi verið nokkuð orkulaus eftir æfingarnar og stritið við að reyna að koma sér á beinu brautina. Hann segir það vera erfitt þar sem lítið sé af úrræðum sé fyrir þá sem eru nýkomnir úr fangelsi líkt og hann. „Maður rekst á veggi alls staðar.“ Flóttamenn Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við vissum að í þessum hóp var fullt af hæfileikafólki. Hugmyndin var fyrst og fremst sú að skapa farveg fyrir þessar raddir,“ segir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri sem ásamt Ilmi Kristjánsdóttur stofnaði Heimilislausa leikhúsið Ethos sem setti upp sýninguna Verð að heiman í dag, á Menningarnótt. Sýningin var fjölbreytt samsuða ýmissa listforma, farið var með ljóð, sungið, leikið og dansað. Leikararnir eiga það allir sameiginlegt að vera utangarðs í samfélaginu, heimilislausir, hælisleitendur, flóttafólk, sumir hafa glímt við áfengisvandamál, geðsjúkdóma eða langtímaatvinnuleysi. Hugmyndin að leikhúsinu kviknaði í vor en bæði hafa þau Rúnar og Ilmur lengi haft áhuga á því að vinna að list með utangarðshópum í samfélaginu.Vinna gegn fordómum „Við ákváðum bara að kýla á þetta og sjá hvort þetta myndi ganga hér á Íslandi,“ segir Rúnar. Viðbrögðin voru góð og fjölmargir vildu taka þátt. Og ekki skorti hugmyndirnar. „Þetta eru raddir sem kannski heyrast ekki alla jafna. Okkur langaði bara að búa til leikhóp fyrir þetta fólk. Þarna er fullt af hæfileikum og það er búið að vera alveg frábært að vinna þetta,“ segir hann. Þátttakendurnir komu sjálfir með hugmyndir að því hvað þeir vildu gera í sýningunni. „Það lögðu allir sitt í púkkið og svo var valið úr. Í hópnum eru miklir hæfileikar og við hefðum getað gert miklu meira. Það er til dæmis einn í hópnum sem er mikill myndlistarmaður og við höfðum hugsað okkur að blanda myndlistinni inn á einhvern hátt en það var bara ekki tími til þess. Sumir áttu ljóð eða texta sem voru mjög góðir. Við völdum bara úr en það var miklu meira efni þarna,“ segir hann. Fæstir sem tóku þátt höfðu komið fram áður og flestir eru í þannig stöðu að eiga kannski ekki auðvelt með að finna vettvang fyrir listsköpun sína. Rúnar segist hafa lært margt um stöðu þessara jaðarhópa á vinnunni í sumar. „Það er líka kannski svolítið hugmyndin með þessu, að vinna gegn fordómum. Þú sérð eitthvert fólk og stimplar það. En allir hafa einhverja sögu og það eru ástæður fyrir öllu. Það er fegurðin sem býr í öllu fólki að einhverju leyti og allir hafa eitthvað fram að færa.“Gefandi á alla kanta Rúnar segir það hafa verið gefandi á alla kanta að taka þátt í þessari vinnu. Þó að mörg úrræði séu fyrir þennan hóp þá vanti oft upp á eitthvað til að næra andlegu hliðina. Að fólk hafi eitthvað fyrir stafni og geti gefið af sér. Það hafi þó aldrei verið ætlunin að bjarga neinum og ekki gengið út frá því. „Margt af þessu fólki hefur verið mjög einangrað lengi. Bara það að koma og hitta fólk og finna tilgang skiptir máli. Það sem þau eiga kannski að mestu sameiginlegt, þótt þau séu ólík um margt er að þau hafa tíma. Með þessu geta þau gefið tímanum gildi, verið að vinna að einhverju. Það er mjög gefandi að vinna á skapandi hátt og búa eitthvað til,“ segir hann og heldur áfram. „Það er líka mikilvægt fyrir margt fólk í þessari stöðu að stíga það skref að fara að gefa, að vera ekki alltaf í hlutverki þiggjandans eða eins og við sjáum það utan frá. Þetta er fólk sem hefur fullt að gefa líka.“ Miklir fordómar Í hópnum er meðal annars að finna útigangsmanninn Herbert sem hefur verið á götunni í átta ár. Hann er 73 ára en yngsti þátttakandinn er um tvítugt. Þarna komu því saman allir aldurshópar. Æfingatímabilið gekk vel þó að á ýmsu hafi gengið. Sumir komu og fóru en kjarnahópurinn hélst nánast allan tímann og það var hópurinn sem sýndi tvær sýningar fyrir fullu húsi í samkomusal Hjálpræðishersins á Menningarnótt. Röðin inn á sýningarnar náði langt út á Austurvöll og færri komust að en vildu. Rúnar segir mikla fordóma ríkja í samfélaginu gagnvart þessum jaðarhópum. „Ég held að það þurfi að hugsa öll þessi mál svolítið upp á nýtt. Alkóhólismi og fíkn eru heilsufarsleg vandamál en það eru ofboðslegir fordómar gagnvart þessu öllu. Líka geðsjúkdómum, langtímaatvinnuleysi og þessu öllu. Fordómaveggurinn er mjög erfiður. Það er alltaf ástæða fyrir því að fólk lendir í þessari stöðu. Öll erum við manneskjur og það var kannski svolítið flöturinn sem við vildum að kæmi í gegn með þessari sýningu. Hvað þetta fólk hefur að segja og hvað það hefur fram að færa. Það þarf viðhorfsbreytingu varðandi þessi mál.“Vonast til að halda áfram Rúnar segist vonast til þess að hægt verði að starfrækja leikhúsið áfram í einhverri mynd. Það sé mikill áhugi á meðal leikaranna en líka almennings en færri komust að en vildu á sýningarnar á Menningarnótt. „Okkur langar mjög mikið til að halda þessu áfram og það er greinilega mikil þörf fyrir það. Það er mikill áhugi í þessum hóp fyrir að gera meira. Það þarf þá einhvern veginn að finna því farveg, það er ekki endalaust hægt að vinna við engin skilyrði. Við unnum þetta þannig séð bara í sumar í sjálfboðavinnu launalaust. Hjálpræðisherinn reyndist okkur mjög vel í sambandi við húsnæði. En næsta skref væri kannski að reyna að finna þessu einhvern farveg og byggja upp einhvern strúktúr í kringum þetta. Við vonum að við getum haldið þessu áfram.“Herbert Marinósson.„Ég fékk alveg líf í æðarnar út af þessu,“ segir Herbert Marinósson sem tók þátt í sýningunni. Hann hefur verið á götunni meira og minna í átta ár en Herbert er 73 ára gamall og segist enga heilsu hafa til þess að vera á götunni. Hann sefur í Gistiskýlinu en hefst við í miðbænum yfir daginn. „Það var fyrir röð tilviljana að ég datt inn í þetta.“Hann las upp ljóð á sýningunni.„Það kemur frá kórunum, ég hef svo þjálfaða rödd,“ segir Herbert sem hefur sungið í heilmörgum kórum í gegnum tíðina. Hann segir samstarfið í hópnum hafa gengið alveg prýðilega og að það hafi verið skemmtilegt að hafa eitthvað fyrir stafni yfir daginn. „Þetta var ekki mikið æfingatímabil en það var aðallega það að ég þurfti að hafa þolinmæði til að hlusta á aðra,“ segir Herbert.Davíð Ingi.„Þetta var góð upplifun og gaman að geta gefið af sér,“ segir Davíð Ingi sem tók þátt í sýningunni. Davíð hefur verið á götunni meira og minna frá 18 ára aldri. Hann er núna 39 ára, hefur verið edrú í nokkra mánuði, kom úr fangelsi fyrir nokkrum mánuðum og býr á áfangaheimili. Davíð spilaði frumsamið lag og fór með gamanmál á sýningunni. Hann segir æfingarnar hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að sýna á Menningarnótt þótt hann hafi verið nokkuð orkulaus eftir æfingarnar og stritið við að reyna að koma sér á beinu brautina. Hann segir það vera erfitt þar sem lítið sé af úrræðum sé fyrir þá sem eru nýkomnir úr fangelsi líkt og hann. „Maður rekst á veggi alls staðar.“
Flóttamenn Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira