Innlent

Aldrei fleiri sótt um hæli í einum mánuði

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Ár er liðið síðan Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur á Íslandi. Síðan þá hafa tvö hundruð tuttugu og sex manns sótt um hæli á Íslandi.

Þar af eru átján frá Sýrlandi. Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að Ísland gæti gert betur og standi sig ekki nógu vel í samanburði við önnur Norðurlönd. Það mætti hugsa sér að tekið yrði á móti allt að fimmtíu manna hópum af kvótaflóttamönnum á hverju ári og stundum fleirum.

Skora á innanríkisráðherra

Hælisleitendur það sem af er ágústmánuði eru þrjátíu og sjö en umsækjendur hafa aldrei verið jafn margir í einum mánuði. Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á innanríkisráðherra að senda ekki hælisleitendur í önnur ríki á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar.

Benjamin Julian talsmaður þeirra segir ómannúðlegt að senda fólk frá á grundvelli reglugerðar sem sé að flýja stríð og þurfi hjálp. Þýsk yfirvöld ákváðu þann 21. ágúst síðastliðinn að hætta að beita reglugerðinni vegna komu mikils fjölda Sýrlendinga til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×