Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 19:32 Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna. Flóttamenn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Skorað er á Evrópuríki að sýna mannúð og axla jafna ábyrgð á sívaxandi straumi flóttamanna sem flýr stríð og hörmungar heima fyrir. Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á að ef Ísland tæki á móti 1600 flóttamönnum í ár ef það tæki hlutfallslega við jafnmörgum flóttamönnum og nágrannaríkið Svíþjóð. Yfir 300.000 flóttamenn hafa farið yfir Miðjarðarhaf á þessu ári, en um 2.500 hafa dáið á leiðinni yfir hafið. Til samanburðar fóru um 214.000 þessa leið allt árið í fyrra. Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. Fréttir gærdagsins greindu frá því að í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki hefðu fundist lík sjötíu og eins flóttamanns, Talið er að fólkið hafi kafnað en lík þeirra voru flutt til krufningar í dag. Í hópnum eru 59 karlmenn, átta konur og fjögur börn, þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og eins til tveggja ára stúlkubarn. Þá fundust rúmlega fimmtíu flóttamenn látnir í lest drekkhlaðins flóttamannabáts en eftirlifendur úr hópi flóttamanna sögðu að smyglararnir hefðu neytt fólkið ofan í lestina með ofbeldi.Einblínt á vandann í EvrópuÁrni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ríki axli mjög misþungar byrðar vegna vaxandi neyðar flóttamanna. Eðli málsins samkvæmt mæði mest á nágrannaríkjum þeirra landa þar sem neyðin sé mest. Hann segir að þótt Evrópubúar einblíni á það sem sé að gerast í Evrópu, megi ekki gleyma því að það séu til að mynda 1,2 milljónir flóttamanna í Líbanon, landi sem er með um fimm milljónir íbúa, það sé sambærilegt við að Ísland tæki við áttatíu þúsund flóttamönnum. Þá séu ein komma sjö milljónir flóttamanna í Tyrklandi. Þetta sé einungis brot af vandanum sem blasi við ríkjum í Evrópu. Þá hafi einungis tekist að fjármagna fjörutíu og eitt prósent af aðstoð við flóttamenn í þessum tiltölulega fátæku nágrannaríkjum. Stöð 2 spurði Árna Snævarr hvað Ísland gæti lagt meira til þessara mála. Hann sagði að það væri nærtækt að líta til nágrannaríkjanna. Svíþjóð ætlaði að taka á móti fimmtíu þúsund Sýrlendingum í árslok, það eru hugsanlega hundrað þúsund hælisleitendur þar fyrir. Þetta sé álíka og ef Ísland tæki við sextán til sautjánhundruð manns en það sé þó ansi langt frá veruleikanum núna.
Flóttamenn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira