Innlent

Hælisleitandi hellti yfir sig eldfimum vökva

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmennt lið lögreglu auk slökkviliðs var kallað á vettvang.
Fjölmennt lið lögreglu auk slökkviliðs var kallað á vettvang. Vísir/Ernir
Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út að húsnæði Rauða Krossins upp úr klukkan tólf í dag. Hælisleitandi hafði þá hótað að því að kveikja í sér.

Samkvæmt upplýsingum frá Rauða Krossinum voru starfsmenn í mat þegar hælisleitandinn mætti á svæðið. Starfsmaður í afgreiðslu var sömuleiðis í mat og því lokað inn í hús. Bjöllunni í afgreiðslunni var hringt og þegar starfsmaður mætti á svæðið hellti hælisleitandinn yfir sig eldfimum vökva.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs í kjölfarið sem mætti á svæðið skömmu síðar. Þá sat hælisleitandinn á grasbala handan götunnar. Hafa starfsmenn á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða Krossins rætt við hann en enginn eldur kviknaði. Maðurinn var handtekinn og fluttur á brott í lögreglubíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×