Jordan Spieth í vandræðum á fyrsta hring á Barclays Kári Örn Hinriksson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Spieth var ekki samkvæmur sjálfum sér á fyrsta hring. Vísir/Getty Bubba Watson, Camilo Villegas, Spencer Levin og Tony Finau leiða eftir fyrsta hring á Barclays meistaramótinu sem hófst í gær. Léku þeir fyrsta hring mótsins á Plainfield vellinum á 65 höggum eða fimm undir pari. Barclays mótið er það fyrsta í FedEx-bikarnum sem er nokkurskonar úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar þar sem bestu kylfingar heims leika um stjarnfræðilega háar peningaupphæðir. Jordan Spieth sem nýlega komst á topp heimslistans byrjaði þó ekki vel en hann lék fyrsta hring á 74 höggum eða á fjórum yfir pari sem er hans versti hringur síðan í maí. Ef Spieth nær ekki niðurskurðinum mun Rory McIlroy fara aftur á topp heimslistans í golfi en hann er ekki meðal keppenda í mótinu um helgina. Það voru fleiri stór nöfn sem áttu í erfileikum á fyrsta hring en þar má nefna Justin Rose, Jimmy Walker og Ian Poulter sem lék á 78 höggum eða á átta yfir pari. 125 efstu kylfingar á stigalista PGA-mótaraðarinnar hafa þátttökurétt á Barclays mótinu en aðeins 100 efstu að því loknu fá að vera með á Deutsche Bank meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Lokamótið fer svo fram á East Lake vellinum í Atlanta í lok september en þar munu aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir hafa þátttökurétt. Það verður áhugaverð að sjá hvort að Spieth nær niðurskurðinum í kvöld og heldur efsta sætinu á heimslistanum en bein útsending frá Plainfield hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bubba Watson, Camilo Villegas, Spencer Levin og Tony Finau leiða eftir fyrsta hring á Barclays meistaramótinu sem hófst í gær. Léku þeir fyrsta hring mótsins á Plainfield vellinum á 65 höggum eða fimm undir pari. Barclays mótið er það fyrsta í FedEx-bikarnum sem er nokkurskonar úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar þar sem bestu kylfingar heims leika um stjarnfræðilega háar peningaupphæðir. Jordan Spieth sem nýlega komst á topp heimslistans byrjaði þó ekki vel en hann lék fyrsta hring á 74 höggum eða á fjórum yfir pari sem er hans versti hringur síðan í maí. Ef Spieth nær ekki niðurskurðinum mun Rory McIlroy fara aftur á topp heimslistans í golfi en hann er ekki meðal keppenda í mótinu um helgina. Það voru fleiri stór nöfn sem áttu í erfileikum á fyrsta hring en þar má nefna Justin Rose, Jimmy Walker og Ian Poulter sem lék á 78 höggum eða á átta yfir pari. 125 efstu kylfingar á stigalista PGA-mótaraðarinnar hafa þátttökurétt á Barclays mótinu en aðeins 100 efstu að því loknu fá að vera með á Deutsche Bank meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Lokamótið fer svo fram á East Lake vellinum í Atlanta í lok september en þar munu aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir hafa þátttökurétt. Það verður áhugaverð að sjá hvort að Spieth nær niðurskurðinum í kvöld og heldur efsta sætinu á heimslistanum en bein útsending frá Plainfield hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira