Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2015 20:45 Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. Samstöðu heimamanna er þakkað. Tilkynningin í fyrravor þótti reiðarslag fyrir Djúpavog enda var fiskvinnsla Vísis stærsta atvinnufyrirtækið. Skilaboðin til starfsmanna þóttu stuðandi; þið getið bara flutt öll til Grindavíkur. Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í fréttum Stöðvar 2 sést línubáturinn Sunnutindur SU, áður Þórkatla GK, koma inn með afla til vinnslu í heimabyggð en fyrirtækið Búlandstindur keypti hann til Djúpavogs í vor til að styðja við fiskvinnsluna. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., segir að samið hafi verið við Vísi um að fá húsin. Tæki og tól hafi verið keypt til að halda áfram vinnslunni.Frá Djúpavogi við Berufjörð. Í þorpinu búa nú um 330 manns en í sveitarfélaginu öllu um 420 manns.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fimm bátar landa nú reglulega hjá Búlandstindi. Fyrirtækið er í eigu Ósness á Djúpavogi og Fiskeldis Austfjarða en það vinnur einnig eldisfisk. Elís segir að áður hafi starfað yfir 50 manns hjá Vísi og nú séu starfsmenn orðnir um 35 talsins. „Það hefur tekist ótrúlega vel að vinna úr þessu og það sýnir hvað samfélagið er í raun sterkt í grunninn,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps. Hér er byggðakvóti lykilþáttur, að sögn Elíss. „Það vantar svolítið mikið upp á aflaheimildirnar. Það þyrfti að vera minnst helmingi meira, þannig að vel ætti að vera,“ segir Elís. Andrés oddviti bendir á að 50 manns hafi flutt burt á einu bretti. Við svipaðar aðstæður hafi það gerst í mörgum öðrum samfélögum að húsin, sem fólkið flutti úr, hafi selst sem sumarhús.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„En hér gerðist það ekki. Hér hafa húsin selst, ungt fjölskyldufólk, kraftmikið, verið að kaupa þessi hús. Þannig að þetta sýnir fyrst og síðast hvað íbúarnir hafa mikla trú á byggðinni sinni. Þannig að hér er sko engin uppgjöf,“ segir Andrés. Djúpivogur er því ekki deyjandi samfélag: „Nei, nei. Djúpivogur verður hérna áfram, hef ég trú á,“ segir framkvæmdastjóri Búlandstinds. Tengdar fréttir Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00 Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. Samstöðu heimamanna er þakkað. Tilkynningin í fyrravor þótti reiðarslag fyrir Djúpavog enda var fiskvinnsla Vísis stærsta atvinnufyrirtækið. Skilaboðin til starfsmanna þóttu stuðandi; þið getið bara flutt öll til Grindavíkur. Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í fréttum Stöðvar 2 sést línubáturinn Sunnutindur SU, áður Þórkatla GK, koma inn með afla til vinnslu í heimabyggð en fyrirtækið Búlandstindur keypti hann til Djúpavogs í vor til að styðja við fiskvinnsluna. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., segir að samið hafi verið við Vísi um að fá húsin. Tæki og tól hafi verið keypt til að halda áfram vinnslunni.Frá Djúpavogi við Berufjörð. Í þorpinu búa nú um 330 manns en í sveitarfélaginu öllu um 420 manns.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fimm bátar landa nú reglulega hjá Búlandstindi. Fyrirtækið er í eigu Ósness á Djúpavogi og Fiskeldis Austfjarða en það vinnur einnig eldisfisk. Elís segir að áður hafi starfað yfir 50 manns hjá Vísi og nú séu starfsmenn orðnir um 35 talsins. „Það hefur tekist ótrúlega vel að vinna úr þessu og það sýnir hvað samfélagið er í raun sterkt í grunninn,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps. Hér er byggðakvóti lykilþáttur, að sögn Elíss. „Það vantar svolítið mikið upp á aflaheimildirnar. Það þyrfti að vera minnst helmingi meira, þannig að vel ætti að vera,“ segir Elís. Andrés oddviti bendir á að 50 manns hafi flutt burt á einu bretti. Við svipaðar aðstæður hafi það gerst í mörgum öðrum samfélögum að húsin, sem fólkið flutti úr, hafi selst sem sumarhús.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„En hér gerðist það ekki. Hér hafa húsin selst, ungt fjölskyldufólk, kraftmikið, verið að kaupa þessi hús. Þannig að þetta sýnir fyrst og síðast hvað íbúarnir hafa mikla trú á byggðinni sinni. Þannig að hér er sko engin uppgjöf,“ segir Andrés. Djúpivogur er því ekki deyjandi samfélag: „Nei, nei. Djúpivogur verður hérna áfram, hef ég trú á,“ segir framkvæmdastjóri Búlandstinds.
Tengdar fréttir Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00 Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00
Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01
Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16