Mig hefur dreymt um þetta lengi Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 06:00 Afmælisbörn gærdagsins. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir „Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
„Það er auðvitað komin töluverð spenna en reynslumiklu leikmenn liðsins eru að halda okkur niðri á jörðinni og minna okkur á að halda einbeitingu,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Póllandi í gær. Lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Eurobasket hefst á morgun á æfingarmóti í Póllandi en fyrsti leikur á mótinu er gegn Þýskalandi eftir rúma viku. „Þótt að við séum að spila gegn sterkustu þjóðum heims vitum við að við þurfum að mæta og spila körfubolta. Þegar við lendum í Berlín þá held ég að kjaftshöggið komi sem minni okkur á hvað við erum að fara að gera.“ Ragnar gæti reynst liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu en hann er eini leikmaður liðsins sem er hærri en 2 metrar. Gætu allir 218 sentímetrarnir hans reynst liðinu mikilvægur inn í teignum. „Við erum búnir að æfa mikið hvar ég á að staðsetja mig ásamt því að æfa vagg og veltu (e. pick and roll) í sóknarleiknum því ég er nokkuð snöggur í fótunum miðað við stærð. Við munum reyna að nota það eitthvað og svo mun ég einblína á stærstu mennina í vörninni,“ sagði Ragnar sem fær að kljást við hluta af bestu körfuboltamönnum í heimi í sinni stöðu. „Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að spila gegn liði með jafn stórum leikmönnum og við erum að fara að spila við. Þetta verður góð prófraun á mig sem leikmann og ég mun gefa allt mitt á þessum mínútum sem ég fæ.“ Ragnar sagði að undirbúningurinn fyrir mótið hefði gengið vel en liðið hefur æft töluvert saman í sumar. „Sá sem fer inn á í hvert sinn mun gera hvað sem hann getur til þess að þóknast liðinu sem best. Við erum að reyna að koma því hugarfari að liðinu að spila sem lið í öllum leikjum. Við höfum eytt töluverðum tíma saman utan vallar og erum orðinn mjög samheldinn hópur,“ sagði Ragnar sem sagði að æfingarleikir liðsins hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Við erum búnir að spila mun fleiri leiki í ár heldur en í fyrra og fyrir vikið komið mun betra flæði í leik liðsins. Í fyrra vorum við örlítið að fela okkur fyrir Bretum og Bosníumönnum en í ár gátum við tekið æfingarleiki til þess að spila okkur betur saman.“ „Við þekkjum kerfin öll mun betur og hvorn annan mun betur fyrir vikið og það er mun betra. Þegar við vorum að æfa kerfin á æfingu vorum við að æfa gegn hvor öðrum sem þekktum kerfin og það var því engin prófraun á þetta sem Craig vill gera. “ Ragnar var valinn á dögunum í leikmannahóp liðsins þegar skorið var niður um þrjá leikmenn en hann sagði að þungu fargi hefði verið létt af sér um leið og hann heyrði tíðindin. „Það var þvílíkur léttir þegar Craig sagði mér að ég yrði hluti af hópnum enda búinn að eyða öllu sumrinu í þetta. Það er mikill heiður að fá að vera partur af þessu liði, manni hefur dreymt um þetta lengi. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þessum stóru þjóðum.“ Ragnar fagnaði óvenjulegum afmælisdegi í gær í æfingarbúðum í Póllandi hann og Helgi Már Magnússon áttu báðir afmæli í gær. „Þetta er töluvert öðruvísi en vanalega. Ég kom afmælispakka á Helga, eðal skegg olíu, en ég á eftir að fá gjöf á móti,“ sagði Ragnar, léttur í lund að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira