Erlent

Thanou skipuð forsætisráðherra Grikklands til bráðabirgða

Atli Ísleifsson skrifar
Bráðabirgðastjórn Thanou er einungis ætlað að halda utan um daglegan rekstur gríska ríkisins þar til að ný ríkisstjórn tekur við völdum að loknum kosningum.
Bráðabirgðastjórn Thanou er einungis ætlað að halda utan um daglegan rekstur gríska ríkisins þar til að ný ríkisstjórn tekur við völdum að loknum kosningum. Vísir/EPA
Gríski hæstaréttardómarinn Vassiliki Thanou verður skipuð í embætti forsætisráðherra Grikklands til bráðabirgða síðar í dag. Thanou er fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu.

Búist er við að Prokopis Pavlopoulos Grikklandsforseti muni boða til þingkosninga í landinu innan skamms og hefur þá verið talað um að þær muni fara fram 20. september.

Alexis Tsipras sagði af sér embætti forsætisráðherra í síðustu viku og hafa stjórnarmyndunarviðræður farið fram síðustu daga. Þær hafa þó ekki skilið árangri.

Bráðabirgðastjórn Thanou er einungis ætlað að halda utan um daglegan rekstur gríska ríkisins þar til að ný ríkisstjórn tekur við völdum að loknum kosningum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×