Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Heimir Már Pétursson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 27. ágúst 2015 11:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar ítarlega grein um skipulag miðborgarinnar á heimasíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að skipulagi miðborgarinnar undanfarin ár og þau áform sem uppi eru um byggingu nýrra húsa á svæðinu.Forsætisráðherra segir sláandi að sjá þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborg Reykjavíkur þessa dagana. Líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefnir fyrirhugaða uppbyggingu á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem og lóð Íslandsbanka á horni Lækjargötu og Vonarstrætis sem dæmi um vont skipulag, ásamt ýmsum svæðum við Laugaveg, Hverfisgötu og í Þingholtum. „Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hefur líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er sú staðreynd að nú fara saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla, og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skortir fjármagn til að raungera það viðhorf. Allt er svo rökstutt með gömlum öfugmælum á borð við „borgir mega ekki staðna“ eða að miðbærinn megi ekki vera einhvers konar Disneyland.“ Forsætisráðherra segir að sem betur fer hafi verið horfið frá ýmsum byggingaráformum eftir efnahagshrunið og um tíma hafi virst vora á ný í skipulagsmálum og nefnir nokkur dæmi um þar sem vel hafi verið staðið að málum.Mögulega nauðsynlegt að grípa inn í Hins vegar hafi sá möguleiki sem skapaðist eftir hrun ekki verið nýttur. Nú blasi við að vorið breyttist skyndilega í ótíð. Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og sé sú staðreynd að nú fari saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skorti fjármagn til að raungera það viðhorf. Sigmundur Davíð líkur ástandinu nú við skipulag Reykjavíkur frá árinu 1960 þegar til hafi staðið að rífa stóran hluta gamalla húsa í miðborginni og byggja þar steinkassa í staðinn. Hann segir sérstöðu Reykjavíkur felast í litlum timburhúsum og ferðamenn sækist ekki í að sjá sama byggingarstílinn á íslandi og í helstu stórborgum heimsins. Forsætisráðherra segir Íslendingar eiga minnst allra Evrópuþjóða af byggingarsögu og eigi því að varðveita það sem þeir eigi og virða gamla stílinn við uppbyggingu miðborgarinnar en ekki byggja steinkassana annars staðar. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Greiningu Sigmundar má lesa í heild sinni inn á heimasíðu hans. Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar ítarlega grein um skipulag miðborgarinnar á heimasíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að skipulagi miðborgarinnar undanfarin ár og þau áform sem uppi eru um byggingu nýrra húsa á svæðinu.Forsætisráðherra segir sláandi að sjá þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborg Reykjavíkur þessa dagana. Líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefnir fyrirhugaða uppbyggingu á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem og lóð Íslandsbanka á horni Lækjargötu og Vonarstrætis sem dæmi um vont skipulag, ásamt ýmsum svæðum við Laugaveg, Hverfisgötu og í Þingholtum. „Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hefur líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er sú staðreynd að nú fara saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla, og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skortir fjármagn til að raungera það viðhorf. Allt er svo rökstutt með gömlum öfugmælum á borð við „borgir mega ekki staðna“ eða að miðbærinn megi ekki vera einhvers konar Disneyland.“ Forsætisráðherra segir að sem betur fer hafi verið horfið frá ýmsum byggingaráformum eftir efnahagshrunið og um tíma hafi virst vora á ný í skipulagsmálum og nefnir nokkur dæmi um þar sem vel hafi verið staðið að málum.Mögulega nauðsynlegt að grípa inn í Hins vegar hafi sá möguleiki sem skapaðist eftir hrun ekki verið nýttur. Nú blasi við að vorið breyttist skyndilega í ótíð. Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og sé sú staðreynd að nú fari saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skorti fjármagn til að raungera það viðhorf. Sigmundur Davíð líkur ástandinu nú við skipulag Reykjavíkur frá árinu 1960 þegar til hafi staðið að rífa stóran hluta gamalla húsa í miðborginni og byggja þar steinkassa í staðinn. Hann segir sérstöðu Reykjavíkur felast í litlum timburhúsum og ferðamenn sækist ekki í að sjá sama byggingarstílinn á íslandi og í helstu stórborgum heimsins. Forsætisráðherra segir Íslendingar eiga minnst allra Evrópuþjóða af byggingarsögu og eigi því að varðveita það sem þeir eigi og virða gamla stílinn við uppbyggingu miðborgarinnar en ekki byggja steinkassana annars staðar. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Greiningu Sigmundar má lesa í heild sinni inn á heimasíðu hans.
Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43
Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37
„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18
Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19
Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16