Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Heimir Már Pétursson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 27. ágúst 2015 11:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar ítarlega grein um skipulag miðborgarinnar á heimasíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að skipulagi miðborgarinnar undanfarin ár og þau áform sem uppi eru um byggingu nýrra húsa á svæðinu.Forsætisráðherra segir sláandi að sjá þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborg Reykjavíkur þessa dagana. Líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefnir fyrirhugaða uppbyggingu á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem og lóð Íslandsbanka á horni Lækjargötu og Vonarstrætis sem dæmi um vont skipulag, ásamt ýmsum svæðum við Laugaveg, Hverfisgötu og í Þingholtum. „Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hefur líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er sú staðreynd að nú fara saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla, og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skortir fjármagn til að raungera það viðhorf. Allt er svo rökstutt með gömlum öfugmælum á borð við „borgir mega ekki staðna“ eða að miðbærinn megi ekki vera einhvers konar Disneyland.“ Forsætisráðherra segir að sem betur fer hafi verið horfið frá ýmsum byggingaráformum eftir efnahagshrunið og um tíma hafi virst vora á ný í skipulagsmálum og nefnir nokkur dæmi um þar sem vel hafi verið staðið að málum.Mögulega nauðsynlegt að grípa inn í Hins vegar hafi sá möguleiki sem skapaðist eftir hrun ekki verið nýttur. Nú blasi við að vorið breyttist skyndilega í ótíð. Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og sé sú staðreynd að nú fari saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skorti fjármagn til að raungera það viðhorf. Sigmundur Davíð líkur ástandinu nú við skipulag Reykjavíkur frá árinu 1960 þegar til hafi staðið að rífa stóran hluta gamalla húsa í miðborginni og byggja þar steinkassa í staðinn. Hann segir sérstöðu Reykjavíkur felast í litlum timburhúsum og ferðamenn sækist ekki í að sjá sama byggingarstílinn á íslandi og í helstu stórborgum heimsins. Forsætisráðherra segir Íslendingar eiga minnst allra Evrópuþjóða af byggingarsögu og eigi því að varðveita það sem þeir eigi og virða gamla stílinn við uppbyggingu miðborgarinnar en ekki byggja steinkassana annars staðar. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Greiningu Sigmundar má lesa í heild sinni inn á heimasíðu hans. Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar ítarlega grein um skipulag miðborgarinnar á heimasíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að skipulagi miðborgarinnar undanfarin ár og þau áform sem uppi eru um byggingu nýrra húsa á svæðinu.Forsætisráðherra segir sláandi að sjá þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborg Reykjavíkur þessa dagana. Líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Hann nefnir fyrirhugaða uppbyggingu á Hörpureitnum og lóðum við hlið Tollstjórahússins sem og lóð Íslandsbanka á horni Lækjargötu og Vonarstrætis sem dæmi um vont skipulag, ásamt ýmsum svæðum við Laugaveg, Hverfisgötu og í Þingholtum. „Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hefur líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er sú staðreynd að nú fara saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla, og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skortir fjármagn til að raungera það viðhorf. Allt er svo rökstutt með gömlum öfugmælum á borð við „borgir mega ekki staðna“ eða að miðbærinn megi ekki vera einhvers konar Disneyland.“ Forsætisráðherra segir að sem betur fer hafi verið horfið frá ýmsum byggingaráformum eftir efnahagshrunið og um tíma hafi virst vora á ný í skipulagsmálum og nefnir nokkur dæmi um þar sem vel hafi verið staðið að málum.Mögulega nauðsynlegt að grípa inn í Hins vegar hafi sá möguleiki sem skapaðist eftir hrun ekki verið nýttur. Nú blasi við að vorið breyttist skyndilega í ótíð. Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og sé sú staðreynd að nú fari saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skorti fjármagn til að raungera það viðhorf. Sigmundur Davíð líkur ástandinu nú við skipulag Reykjavíkur frá árinu 1960 þegar til hafi staðið að rífa stóran hluta gamalla húsa í miðborginni og byggja þar steinkassa í staðinn. Hann segir sérstöðu Reykjavíkur felast í litlum timburhúsum og ferðamenn sækist ekki í að sjá sama byggingarstílinn á íslandi og í helstu stórborgum heimsins. Forsætisráðherra segir Íslendingar eiga minnst allra Evrópuþjóða af byggingarsögu og eigi því að varðveita það sem þeir eigi og virða gamla stílinn við uppbyggingu miðborgarinnar en ekki byggja steinkassana annars staðar. „Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. [...] Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg,“ segir Sigmundur í niðurlagi greinarinnar. Greiningu Sigmundar má lesa í heild sinni inn á heimasíðu hans.
Tengdar fréttir Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Kári Stefánsson leggur til að niðurrif hússins verði framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins. 23. júlí 2015 13:43
Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37
„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18
Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19
Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16