Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso ingvar haraldsson skrifar 27. ágúst 2015 10:24 Eigendur og starfsmenn Caruso fengu að sækja persónulega muni, vín og mat nokkrum dögum eftir að hafa verið læstir úti. vísir/vilhelm Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðar nú dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Unnur Vilhjálmsdóttir, lögmaður Marella, segir eigurnar milljónavirði. Um sé að ræða m.a. tvo stóra ofna, skrautmuni og ýmsar innréttingar. Allir munirnir séu nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. „Það er skýrt ákvæði í 8. grein leigusamningsins sem segir að við lok leigusamnings þá beri að skila húsinu í umsömdu ástandi og með öllu því lausafé sem nauðsynlegt sé til að reka þar veitingahús,“ segir Sveinn Jónatansson, lögmaður Hótels Valhallar ehf. sem á húsnæðið og er í eigu Jóns Ragnarssonar sem áður rak Hótel Valhöll og Hótel Örk. Deilan snýst helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Unnur segir það skilning hennar umbjóðanda að Marella hafi ekki verið aðili að leigusamningnum. „Það vill minn umbjóðandi ekki samþykkja og að hinn raunverulegi leigutaki sé þessi aðili enda hafi enginn annar aðili haft rekstur í húsinu frá því að leigusamningur var gerður og þessi aðili hafi alltaf greitt leiguna til húseiganda og fengið reikninga fyrir henni, skilað virðisaukaskatti og verið með starfsfólk í vinnu,“ segir Sveinn. Unnur segir José ekki hafa fengið tækifæri til að skila fasteigninni með umsömdum lausafjármunum áður en skellt var í lás. „José og hans fólk komst ekki inn í eignina, ekki einu sinni til að sækja sína allra persónulegustu muni eins og fartölvur og annað,“ segir Unnur. Nokkrum dögum síðar hafi lögregla hleypt starfsfólki inn á staðinn og leyft því að sækja sínar persónulegu eigur en ekkert af þeim munum sem um er deilt. Sveinn segir að hans umbjóðandi hafi talið nauðsynlegt að læsa eigendur Caruso úti til að koma í veg fyrir að húsnæðið yrði skemmt. „Húseigandi og lögmenn, sem unnu fyrir hann þá, fullyrða að þeir hafi ekki ætlað út nema með illu. Það myndi taka 12 til 18 mánuði að koma þeim út og á meðan gætu þeir þvælt málinu í dómskerfinu og þegar þeir yrðu að fara út þá myndu þeir strauja húsið,“ segir Sveinn. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og dómur verður kveðinn upp þann 6. september. Tengdar fréttir Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30 Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðar nú dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Unnur Vilhjálmsdóttir, lögmaður Marella, segir eigurnar milljónavirði. Um sé að ræða m.a. tvo stóra ofna, skrautmuni og ýmsar innréttingar. Allir munirnir séu nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. „Það er skýrt ákvæði í 8. grein leigusamningsins sem segir að við lok leigusamnings þá beri að skila húsinu í umsömdu ástandi og með öllu því lausafé sem nauðsynlegt sé til að reka þar veitingahús,“ segir Sveinn Jónatansson, lögmaður Hótels Valhallar ehf. sem á húsnæðið og er í eigu Jóns Ragnarssonar sem áður rak Hótel Valhöll og Hótel Örk. Deilan snýst helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Unnur segir það skilning hennar umbjóðanda að Marella hafi ekki verið aðili að leigusamningnum. „Það vill minn umbjóðandi ekki samþykkja og að hinn raunverulegi leigutaki sé þessi aðili enda hafi enginn annar aðili haft rekstur í húsinu frá því að leigusamningur var gerður og þessi aðili hafi alltaf greitt leiguna til húseiganda og fengið reikninga fyrir henni, skilað virðisaukaskatti og verið með starfsfólk í vinnu,“ segir Sveinn. Unnur segir José ekki hafa fengið tækifæri til að skila fasteigninni með umsömdum lausafjármunum áður en skellt var í lás. „José og hans fólk komst ekki inn í eignina, ekki einu sinni til að sækja sína allra persónulegustu muni eins og fartölvur og annað,“ segir Unnur. Nokkrum dögum síðar hafi lögregla hleypt starfsfólki inn á staðinn og leyft því að sækja sínar persónulegu eigur en ekkert af þeim munum sem um er deilt. Sveinn segir að hans umbjóðandi hafi talið nauðsynlegt að læsa eigendur Caruso úti til að koma í veg fyrir að húsnæðið yrði skemmt. „Húseigandi og lögmenn, sem unnu fyrir hann þá, fullyrða að þeir hafi ekki ætlað út nema með illu. Það myndi taka 12 til 18 mánuði að koma þeim út og á meðan gætu þeir þvælt málinu í dómskerfinu og þegar þeir yrðu að fara út þá myndu þeir strauja húsið,“ segir Sveinn. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær og dómur verður kveðinn upp þann 6. september.
Tengdar fréttir Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30 Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Báðir aðilar gera tilkall til eigna í fyrrum húsnæði Caruso „Samkvæmt leigusamningi eru lausamunir allir í eigu leigusala,“ segir lögmaður húseigenda. 21. janúar 2015 14:30
Fyrrum leigusala Caruso gert að greiða 750 þúsund Eigandi húsnæðisins þar sem Caruso var áður til húsa þarf að greiða málskostnað í máli hans gegn eiganda staðarins. 20. mars 2015 13:00
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50
Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson komust í kastljósið eftir að þeir tóku yfir húsnæði Caruso í desember. 19. janúar 2015 12:17