Erlent

Bandarískir fjölmiðlar: Meintur árásarmaður skaut sjálfan sig

Atli Ísleifsson skrifar
Vester Lee Flanagan gekk einnig undir nafninu Bryce Williams.
Vester Lee Flanagan gekk einnig undir nafninu Bryce Williams. Vísir/AFP
Maðurinn sem talinn er hafa skotið tvo sjónvarpsmenn til bana og sært viðmælenda í beinni útsendingu er búinn að skjóta sjálfan sig. Lögregla segir að hann sé enn á lífi en að hann sé í bráðri lífshættu.

Bandarísk lögregla hafði áður lýst eftir Vester Lee Flanagan, fyrrum starfsmanni sjónvarpsstöðvarinnar WDBJ, sem talinn var tengjast árásinni.

Reuters hefur þetta eftir bandarískum fjölmiðlum og sem segja Flanagan hafa skotið sig á I-66 hraðbrautinni í Fauquier-sýslu.

Fréttakonan Alison Parker og myndatökumaðurinn Adam Ward, 27 ára, voru skotin af árásarmanninum þegar bein útsending stöðvarinnar WDBJ stóð yfir á Bridgewater-torgi í bænum Moneta í Virginíu klukkan 6:45 að staðartíma í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×