Kínakrisa á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 26. ágúst 2015 12:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira