Viðskipti innlent

Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is

Ingvar Haraldsson skrifar
Sverrir Einar Eiríksson vill fá eignarhlut sinn í Hraðpeningum viðurkenndan.
Sverrir Einar Eiríksson vill fá eignarhlut sinn í Hraðpeningum viðurkenndan.
Sverrir Einar Eiríksson hefur stefnt smálánafyrirtækinu Hraðpeningum ehf., Skorra Rafni Rafnssyni og kýpverska félaginu Jumdon Micro Finance Ltd. til að fá þriðjungs eignarhlut sinn í Hraðpeningum viðurkenndan. Fyrr á þessu ári vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá máli Sverris gegn Hraðpeningum og Skorra þar sem einnig þyrfti að stefna Jumdon Micro Finance því kýpverska félagið væri skráður eigandi Hraðpeninga. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms.

Þegar Hraðpeningar voru stofnaðir undir lok árs 2009 voru eigendurnir samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár þeir Skorri Rafn Rafnsson, Gísli Rúnar Rafnsson og Sverrir Einar Eiríksson sem hver átti þriðjungs hlut í félaginu.

Skorri Rafn Rafnsson.
Skorra er gefið að sök að hafa í leyfisleysi fært eignarhlut Gísla og Sverris yfir á sjálfan sig og þaðan framselt hlutaféð til Jumdon Micro Finance. Sverrir fer fram á að skaðabótaábyrgð Skorra verði viðurkennd vegna ólögmætrar yfirtöku á hlutafénu. 

Aðgerðin hafi valdið Sverri fjárhagslegu tjóni þar sem hann hafi ekki notið góðs af þeim hagnaði sem orðið hafi til af rekstri Hraðpeninga. Samanlagður hagnaður áranna 2010 og 2011 hafi numið 49 milljónum króna og gera mætti ráð fyrir að sá hagnaður hefði aukist síðustu ár en félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá árinu 2011. 

Sjá einnig:Huldumennirnir á bak við smálánafyrirtækin svara engu

Athygli vekur að í Morgunblaðinu í byrjun árs var haft eftir Óskari Þorgils Stefánssyni, framkvæmdastjóra Neytendalána ehf., að fyrirtækið hefði keypt Hraðpeninga af Jumdon Micro Finance. Neytendalán ættu því Hraðpeninga, 1909 ehf. og Múla ehf. 

Skorri Rafn er eigandi netmiðla á borð við Hun.is, sport.is og 433.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×