Heiða Kristín hefur hvatt Brynhildi til framboðs Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 12:23 Brynhildur hefur fundið fyrir þrýstingu á framboð en Heiða ætlar ekki að bjóða sig fram. Vísir/Ernir/Valli Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira