Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 19:47 Markaðsstjóri Löðurs þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. Vísir/Hörður Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur. Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur.
Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14