Sport

Manning er með enga tilfinningu í fingurgómunum

Manning í leik með liði sínu, Denver Broncos.
Manning í leik með liði sínu, Denver Broncos. vísir/getty
Það hafa fáir spilað betur en leikstjórnandinn Peyton Manning í NFL-deildinni síðustu ár. Það hefur hann gert án þess að hafa nokkra tilfinningu í fingurgómunum.

Manning missti af öllu tímabilinu 2011 vegna hálsmeiðsla. Þá þurfti hann að fara í aðgerð og eftir hana missti hann alla tilfinningu í fingurgómunum.

Hann varð því að læra hvernig ætti að kasta amerískum fótbolta upp á nýtt. Þá var Manning orðinn 36 ára.

„Ég finn ekki neitt. Þetta er bilað. Ég er búinn að tala við lækna sem segja að ég eigi ekki að reikna með því að tilfinningin komi aftur," sagði Manning.

„Þetta var mjög erfitt fyrir mig í tvö ár því einn læknirinn sagði við mig að þetta gæti komið til baka með engum fyrirvara. Ég vaknaði því spenntur á hverjum morgni og hugsaði hvort þetta væri stóri dagurinn."

Er Manning byrjaði að æfa upp á nýtt þá gat hann ekki kastað boltanum tíu metra. Hann fór að æfa á bakvið luktar dyr og náði að finna taktinn á ný. Þá var ljóst að hann ætti aftur erindi í deildina.

Eftir endurkomuna hefur hann slegið fjölda meta þrátt fyrir þessa fötlun sína.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×