Hlýjasti dagur ársins framundan á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 07:38 Það er góður dagur til að skella sér í sund í dag. vísir/ernir „Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis. Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
„Jú, það eru góðar líkur á að hitinn fari upp í 20 gráður hér sunnan-og vestanlands í dag. Það er orðið svo hlýtt nú þegar, til dæmis komið í 18 gráður á Kjalarnesi þannig að þetta hlýtur að ná 20 gráðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Yrði þá um hlýjasta dag ársins að ræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hitinn hefur ekki náð 20 gráðum þar í sumar. Þorsteinn segir að þó að sumarið hafi verið ágætt á Suður-og Vesturlandi þá hafi ekki verið neitt sérstaklega hlýtt. Hins vegar hafi verið nokkuð þurrt. Í gær fór hiti á landinu víða yfir 20 gráður og var hlýjast norðaustanlands. Mestur var hitinn á Mánárbakka, nærri Húsavík, eða 22,3 gráður. Þorsteinn segir að það sé mesti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er á ári en segir erfitt að spá fyrir um hvort að hitinn verði jafnmikill á Suður-og Vesturlandi í dag. Á Torfum, nærri Akureyri, fór hitinn í 21,9 gráður í gær, 21,8 gráður í Ásbyrgi og 21,7 gráður á Möðruvöllum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Gert er ráð fyrir austlægri átt á landinu öllu í dag og reiknað með hita á bilinu 13 - 21 stigi að deginum. Á suðvestanverðu landinu má gera ráð fyrir síðdegisskúrum, en þykknar upp norðan- og austanlands þegar líður á kvöldið með dálítilli súld. Á miðvikudag gengur í norðaustan átt með talsverðri rigningu og verður áframhald á norðan áttinni út vikuna. Það mun því kólna og þá sérstaklega um komandi helgi þar sem mun jafnvel slydda til fjalla. Spáin fyrir laugardag gerir ráð fyrir svölu veðri, einkum fyrir norðan og hætt við næturfrosti inn til landsins. Nánar á veðurvef Vísis.
Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent