Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Fimmtán manna æfingahópur Íslands. Mynd/KKÍ/Gunnar Sverrisson Það er komið að því að skera niður íslenska æfingahópinn og velja þá tólf sem verða með þegar Ísland mætir Þýskalandi í Berlín í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska landsliðið hefur spilað fimm æfingaleiki í lokaundirbúningnum sem þjálfarateymið hefur nýtt til þess að fá síðustu svörin áður en Craig Pedersen velur tólf manna hópinn sem verður tilkynntur í dag. Það þarf svo sem ekki að velta sér upp úr því hversu erfið þessi ákvörðun er en gott dæmi er að Fréttablaðið leitaði til margra af bestu þjálfurum landsins og enginn þeirra treysti sér til að velja tólf manna hópinn sinn opinberlega. Ein góð leið til að gera sér betur grein fyrir stöðu einstakra leikmanna í hópnum er að skoða spilatíma leikmanna í þessum fimm æfingaleikjum. Landsliðsþjálfararnir virðast þegar hafa skorið niður um einn þrátt fyrir að hafa ekki gefið það út formlega. Sigurður Þorvaldsson fór ekki með út til Eistlands og hann fékk líka aðeins að spila í rúmar tvær þýðingarlausar mínútur í blálokin í æfingaleikjunum við Holland. Það var því nokkuð ljóst að Sigurður var ekki inn í myndinni hjá Craig Pedersen og aðstoðarmönnum hans. Það eru því fjórtán leikmenn að berjast um tólf sæti og átta þeirra ættu að vera öruggir með sitt sæti í hópnum enda allt leikmenn sem hafa og eru að spila stórt hlutverk í leikjum liðsins. Helgi Már Magnússon hefur líka spilað sig í gang eftir meiðsli og verður örugglega með. Eftir standa fimm leikmenn en aðeins þrjú laus sæti. Hlynur Bæringsson er fyrirliði og mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Hann hefur spilað langflestar mínútur í þessum æfingaleikjum og „varamenn“ hans eru líka í meirihluta af þeim sem hafa spilað minnst. Ef marka má fyrrnefndan spilatíma þá bendir margt til þess að þeir verði líka í meirihluta í niðurskurðinum. Það er vissulega áhætta að vera þunnskipaðir inni í teig en jafnframt þarf að finna hlutverk fyrir þá tólf leikmenn sem verða með á EM og flestir stóru strákar íslenska hópsins hafa lítið gert annað en að sitja á bekknum í þessum æfingaleikjum. Íslenska vörnin kallar á mikla og hraða fótavinnu og hún er mjög krefjandi fyrir hávaxna menn. Brynjar Þór Björnsson hefur nýtt sínar mínútur vel og minnt vel á sig með því að skora næstum því stig á mínútu (17 stig á 21 mínútu). Íslenska liðið er annars fullt af bakvörðum og því var góður möguleiki á því að Ægir Þór Steinarsson kæmist hreinlega ekki að. Ægir Þór hefur hins vegar fengið talsvert að spila og ljóst að þjálfararnir hafa hlutverk handa honum. Ef við notum spilaðar mínútur í æfingaleikjum sem mælikvarða þá verða Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Axel Kárason ekki með á EM í Berlín. Ragnar Nathanaelsson hefur reyndar aðeins spilað í tæpar 25 mínútur í þessum fimm leikjum en það er afar ólíklegt að við skiljum eftir 218 sentímetra leikmann heima vitandi að íslenska liðið er að fara að glíma við hvern risann á fætur öðrum í þessum fimm leikjum á EM. Axel hefur skilað hlutverki „tólfta mannsins“ með glans í síðustu verkefnum liðsins og því gæti verið erfitt fyrir þjálfarana að velja hann ekki. Það breytir því samt ekki að það verður alltaf mjög erfitt að færa mönnum þær slæmu fréttir að þeir hafi dottið út á elleftu stundu. Fjarvera Jóns Arnórs Stefánssonar og Hauks Helga Pálssonar á mótinu í Eistalandi hefur vissulega skekkt aðeins myndina hvað varðar spilatímann í þessum æfingaleikjum og það verður því alltaf mjög fróðlegt að sjá hvaða tólf nöfn verða á listanum sögulega sem Craig Pedersen og aðstoðarmenn hans leggja fram í DHL-höll KR-inga í dag.Spilatími strákanna í æfingaleikjunum:Verða örugglega með á EM (Mínútur:Sekúndur) 1. Hlynur Bæringsson 153:19 2. Pavel Ermolinskij 138:05 3. Jakob Örn Sigurðarson 136:03 4. Hörður Axel Vilhjálmsson 123:22 5. Haukur Helgi Pálsson 96:13 (3 leikir) 6. Logi Gunnarsson 83:04 7. Martin Hermannsson 76:31 8. Helgi Már Magnússon 41:10 9. Jón Arnór Stefánsson 40:10 (2 leikir)Berjast um síðustu þrjú sætin 10. Ægir Þór Steinarsson 39:08 11. Ragnar Nathanaelsson 24:45 12. Brynjar Þór Björnsson 21:23 13. Axel Kárason 12:37 14. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10:52 15. Sigurður Þorvaldsson 2:18Eftir leikstöðum á vellinum:Bakverðir: 2. Pavel Ermolinskij 138:05 3. Jakob Örn Sigurðarson 136:03 4. Hörður Axel Vilhjálmsson 123:22 6. Logi Gunnarsson 83:04 7. Martin Hermannsson 76:31 9. Jón Arnór Stefánsson 40:10 (2 leikir) 10. Ægir Þór Steinarsson 39:08 12. Brynjar Þór Björnsson 21:23Framherjar: 5. Haukur Helgi Pálsson 96:13 (3 leikir) 8. Helgi Már Magnússon 41:10 13. Axel Kárason 12:37 15. Sigurður Þorvaldsson 2:18Miðherjar: 1. Hlynur Bæringsson 153:19 11. Ragnar Nathanaelsson 24:45 14. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10:52 EM 2015 í Berlín Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Það er komið að því að skera niður íslenska æfingahópinn og velja þá tólf sem verða með þegar Ísland mætir Þýskalandi í Berlín í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska landsliðið hefur spilað fimm æfingaleiki í lokaundirbúningnum sem þjálfarateymið hefur nýtt til þess að fá síðustu svörin áður en Craig Pedersen velur tólf manna hópinn sem verður tilkynntur í dag. Það þarf svo sem ekki að velta sér upp úr því hversu erfið þessi ákvörðun er en gott dæmi er að Fréttablaðið leitaði til margra af bestu þjálfurum landsins og enginn þeirra treysti sér til að velja tólf manna hópinn sinn opinberlega. Ein góð leið til að gera sér betur grein fyrir stöðu einstakra leikmanna í hópnum er að skoða spilatíma leikmanna í þessum fimm æfingaleikjum. Landsliðsþjálfararnir virðast þegar hafa skorið niður um einn þrátt fyrir að hafa ekki gefið það út formlega. Sigurður Þorvaldsson fór ekki með út til Eistlands og hann fékk líka aðeins að spila í rúmar tvær þýðingarlausar mínútur í blálokin í æfingaleikjunum við Holland. Það var því nokkuð ljóst að Sigurður var ekki inn í myndinni hjá Craig Pedersen og aðstoðarmönnum hans. Það eru því fjórtán leikmenn að berjast um tólf sæti og átta þeirra ættu að vera öruggir með sitt sæti í hópnum enda allt leikmenn sem hafa og eru að spila stórt hlutverk í leikjum liðsins. Helgi Már Magnússon hefur líka spilað sig í gang eftir meiðsli og verður örugglega með. Eftir standa fimm leikmenn en aðeins þrjú laus sæti. Hlynur Bæringsson er fyrirliði og mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins. Hann hefur spilað langflestar mínútur í þessum æfingaleikjum og „varamenn“ hans eru líka í meirihluta af þeim sem hafa spilað minnst. Ef marka má fyrrnefndan spilatíma þá bendir margt til þess að þeir verði líka í meirihluta í niðurskurðinum. Það er vissulega áhætta að vera þunnskipaðir inni í teig en jafnframt þarf að finna hlutverk fyrir þá tólf leikmenn sem verða með á EM og flestir stóru strákar íslenska hópsins hafa lítið gert annað en að sitja á bekknum í þessum æfingaleikjum. Íslenska vörnin kallar á mikla og hraða fótavinnu og hún er mjög krefjandi fyrir hávaxna menn. Brynjar Þór Björnsson hefur nýtt sínar mínútur vel og minnt vel á sig með því að skora næstum því stig á mínútu (17 stig á 21 mínútu). Íslenska liðið er annars fullt af bakvörðum og því var góður möguleiki á því að Ægir Þór Steinarsson kæmist hreinlega ekki að. Ægir Þór hefur hins vegar fengið talsvert að spila og ljóst að þjálfararnir hafa hlutverk handa honum. Ef við notum spilaðar mínútur í æfingaleikjum sem mælikvarða þá verða Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Axel Kárason ekki með á EM í Berlín. Ragnar Nathanaelsson hefur reyndar aðeins spilað í tæpar 25 mínútur í þessum fimm leikjum en það er afar ólíklegt að við skiljum eftir 218 sentímetra leikmann heima vitandi að íslenska liðið er að fara að glíma við hvern risann á fætur öðrum í þessum fimm leikjum á EM. Axel hefur skilað hlutverki „tólfta mannsins“ með glans í síðustu verkefnum liðsins og því gæti verið erfitt fyrir þjálfarana að velja hann ekki. Það breytir því samt ekki að það verður alltaf mjög erfitt að færa mönnum þær slæmu fréttir að þeir hafi dottið út á elleftu stundu. Fjarvera Jóns Arnórs Stefánssonar og Hauks Helga Pálssonar á mótinu í Eistalandi hefur vissulega skekkt aðeins myndina hvað varðar spilatímann í þessum æfingaleikjum og það verður því alltaf mjög fróðlegt að sjá hvaða tólf nöfn verða á listanum sögulega sem Craig Pedersen og aðstoðarmenn hans leggja fram í DHL-höll KR-inga í dag.Spilatími strákanna í æfingaleikjunum:Verða örugglega með á EM (Mínútur:Sekúndur) 1. Hlynur Bæringsson 153:19 2. Pavel Ermolinskij 138:05 3. Jakob Örn Sigurðarson 136:03 4. Hörður Axel Vilhjálmsson 123:22 5. Haukur Helgi Pálsson 96:13 (3 leikir) 6. Logi Gunnarsson 83:04 7. Martin Hermannsson 76:31 8. Helgi Már Magnússon 41:10 9. Jón Arnór Stefánsson 40:10 (2 leikir)Berjast um síðustu þrjú sætin 10. Ægir Þór Steinarsson 39:08 11. Ragnar Nathanaelsson 24:45 12. Brynjar Þór Björnsson 21:23 13. Axel Kárason 12:37 14. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10:52 15. Sigurður Þorvaldsson 2:18Eftir leikstöðum á vellinum:Bakverðir: 2. Pavel Ermolinskij 138:05 3. Jakob Örn Sigurðarson 136:03 4. Hörður Axel Vilhjálmsson 123:22 6. Logi Gunnarsson 83:04 7. Martin Hermannsson 76:31 9. Jón Arnór Stefánsson 40:10 (2 leikir) 10. Ægir Þór Steinarsson 39:08 12. Brynjar Þór Björnsson 21:23Framherjar: 5. Haukur Helgi Pálsson 96:13 (3 leikir) 8. Helgi Már Magnússon 41:10 13. Axel Kárason 12:37 15. Sigurður Þorvaldsson 2:18Miðherjar: 1. Hlynur Bæringsson 153:19 11. Ragnar Nathanaelsson 24:45 14. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10:52
EM 2015 í Berlín Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum