Neyðarástand í Þjóðleikhúsinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Leikarar Þjóðleikhússins hafa hafið æfingar fyrir leikhúsveturinn en myndin er frá æfingum á verkinu Heimkoman eftir Harold Pinter. Þeir hafa ekki möguleika á að fá vinnu í öðru leikhúsi fyrr en á næsta leikári. vísir/vilhelm Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira