Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 16:34 Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Vísir/Óskar Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“ Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“
Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50