Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Blikar buðu ekki upp á neinn leka Jóhann Óli Eiðsson á Samsung-vellinum skrifar 24. ágúst 2015 23:15 Jonathan Glenn fagnar hér marki sínu með félögum sínum í Blikaliðinu í kvöld. Vísir/Andri Marinó Þða voru dýrvitlausir Stjörnumenn sem stigu inn á Samsung-völlinn í kvöld til að taka á móti Breiðabliki. Liðið hafði verið niðurlægt af FH, 4-0, í síðustu umferð og var staðráðið í að lenda ekki í því aftur. Niðurstaðan varð sú að þrátt fyrir vasklega framgöngu fóru bláklæddir heimamenn stigalausir af velli. Þeim tókst ekki að skora en það náði Breiðablik hins vegar að gera og halda Kópavogsbúar því áfram að elta FH í toppbaráttunni í von um að Hafnfirðingar misstigi sig. Leikurinn byrjaði rólega og bæði lið þreifuðu fyrir sér. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðu Blikar örlitlum tökum á honum og á tímabili þá hreinlega ringdi hornspyrnunum yfir vítateig Stjörnunnar. Í fyrri hálfleik áttu Blikar sex hornspyrnur en Stjarnan aðeins eina. Ekkert kom hins vegar úr spyrnunum. Eftir um hálftíma leik snerist taflið hins vegar við. Stjörnumenn fundu taktinn og tóku yfir völlinn. Fór Arnar Már Björgvinsson þar fremstur í flokki en hann spilaði sinn langbesta leik í sumar í kvöld. Stjarnan pressaði á þessum tíma vel á Blika og leyfði þeim ekki að spila upp völlinn. Þeim gekk vel að bera boltann upp og komast að teignum en úrslitasendingarnar voru þeim ekki hliðhollar og erfiðlega gekk að finna glufur á þéttum varnarmúr Breiðabliks. Sóknirnar enduðu því iðulega með langskotum sem voru hvergi nærri rammanum. Fyrsta og eina markið var gestanna. Eftir flott uppspil átti Guðjón Pétur Lýðsson fyrirgjöf frá hægri sem Ellert Hreinsson náði að skalla í vítateigsboganum. Boltinn datt niður fyrir Jonathan Glenn sem skriðtæklaði hann framhjá Gunnar Nielsen og í netið. Heimamönnum fannst þeir eflaust illa sviknir en það breytti ekki stöðunni. Strax í kjölfarið gerði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, stór mistök. Guðjón Baldvinsson var við það að komast í gegn en var togaður niður af varnarmanni Blika. Vilhjálmur var búinn að dæma og kominn með rauða spjaldið í hendurnar en skipti um skoðun þar sem aðstoðardómari vildi meina að Guðjón hefði brotið af sér. Svo virtist ekki vera. Rauða spjaldið fór ekki á loft og því voru jafnmargir í liðunum þegar gengið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikurinn var að mörgu leiti eins og sá fyrri. Blikar áttu hættuleg færi strax í upphafi en náðu ekki að færa sér þau í nyt. Í kjölfarið tóku heimamenn við sér og stýrðu ferðinni en án þess þó að skapa hættuleg færi eða skora mörk. Blikar fengu hins vegar sénsa í hröðum upphlaupum og hefðu getað gert út um leikinn en mistókst það. Lokamínúturnar voru því spennandi því Stjarnan lagði allt kapp á að jafna leikinn. Oft var mikill darraðadans upp við mark gestanna og á lokaandartökum leiksins náði varamaðurinn Veigar Páll Gunnarsson að skalla knöttinn í netið. Dómari leiksins dæmdi hins vegar bakhrindingu og flautaði leikinn af skömmu síðar. Það verður að segjast að leikur Stjörnunnar í kvöld var sá langbesti sem liðið hefur sýnt í háa herrans tíð. Hægt að setja út á frammistöðu Heiðars Ægissonar í hægri bakverðinum en hann átti nokkrar glórulausar sendingar. Einnig var Jeppe Hansen algjörlega ósýnilegur Guðjón Baldvinsson bætti það upp með að vera úti um allan völl. Arnar Már Björgvinsson var áberandi bestur heimamanna sér í lagi í fyrri hálfleik en þá lék hann á alls oddi. Michael Præst sýndi líka áður óþekktar hliðar en á tímum skipti hann boltanum milli kanta og hlóð í eina eða tvær gabbhreyfingar. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi átt flottan leik fékk maður það samt aldrei á tilfinninguna að Breiðabliksvörnin væri líkleg til að leka marki. Arnór, Elfar, Damir og Kristinn voru mjög öruggir og fyrir framan þá átti Oliver stórgóðan leik. Venju samkvæmt stýrði Gunnleifur vörninni úr markinu líkt og hershöfðingi. Sóknarlína liðsins hefur oft sýnt meira og gefið meira af sér og hefði átt að geta laumað inn einu eða tveimur mörkum. Sér í lagi var það Ellert Hreinsson sem var heillum horfinn. Honum mistókst í tvígang að komast að boltanum í álitlegum stöðum en Ellert hefur gengið afar illa að finna netmöskvana í sumar. Á því varð engin breyting í dag. Líkt og áður segir þá halda Blikar í við FH í eltingaleiknum um titilinn. FH er enn í bílstjórasætinu en fjögur stig skilja liðin að. Stjarnan er enn með tuttugu stig eftir umferðina en liðið er í sjöunda sæti. Spili liðið svona í næstu leikjum ætti það í það minnsta að geta gert heiðarlega tilraun til að príla upp töfluna.Arnar Grétars: Dómgæslan hallaði á okkur „Að koma hingað í Garðabæ og er ekki auðvelt. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn í sex ár sem Breiðablik vinnur hér,“ sagði Arnar Grétarsson sigurreifur í lok leiks. „Við áttum von á alvöru leik eftir tapið þeirra í síðustu umferð og svo vildu þeir hefna fyrir leikinn fyrr í sumar.“ „Þeir settu okkur undir pressu og unnu af okkur boltann en við fengum færin í leiknum. Í seinni fengum við færi sem við nýttum ekki og það er alltaf hættulegt en við héldum út í dag, sem betur fer.“ Undir lok fyrri hálfleiks átti sér stað umdeilt atvik er Guðjón Baldvinsson féll eftir viðskipti við varnarmann Blika. Undir lok leiksins var síðan mark dæmt af Stjörnunni vegna bakhrindingar. Arnar var ekki viss um að Vilhjálmur hefði haft rétt fyrir sér í fyrra atvikinu og með það síðara þá „hefði hann alveg getað trúað því að markið fengi að standa.“ „Dómgæslan var svolítið í aðra áttina. Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna hingað til en ég geri breytingu á því núna. Mér fannst halla mikið á okkur. Allar hrindingar og vafaatvik allan leikinn féllu gegn okkur. Lína dómarans í leiknum var svolítið gegn okkur,“ segir Arnar en hann uppskar gult spjald fyrir mótmæli. „Mér varð heitt í hamsi. Þegar allt fellur gegn þér lengi þá verðurðu pirraður og byrjar að segja hluti. En það var margt sagt í þessum leik og það var mikill hiti. Það sást inn á vellinum og í stúkunni að þetta er grannaslagur og það var meira í boði en bara þrjú stig. Það var líka verið að spila upp á stoltið.“Rúnar Páll: Engar áhyggjur ef við spilum svona áfram „Ég er því hjartanlega sammála að við höfum spilað feyki vel,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson í leikslok en hann og hans drengir geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. „Ef við klárum tímabilið svona þá óttast ég ekki neitt. Það var góður andi í hópnum og við spiluðum glimrandi vel.“ Er Rúnar Páll var spurður út í vafaatriði leiksins og gula spjaldið svaraði hann á þennan veg. „Dómarinn dæmir leikinn og hann sá eitthvað. Hann var fenginn hingað til að dæma og fær borgað fyrir það en hann gerir mistök eins og við hinir.“ „Ég hef tekið á mig nokkur gul spjöld í sumar þó ég hafi ekki átt þau,“ en spjaldið í dag var það fjórða sem Rúnar fær í sumar. „Dómarinn dæmdi ágætlega í leiknum en það voru þarna tvö atvik sem féllu ekki með okkur. Ef og hefði og allt það en svona fór þetta og við verðum að sætta okkur við það.“ „Blikarnir mega eiga það að þeir fá fá mörk á sig og spila ágætis vörn. Þeir voru góðir í dag en okkur tókst mjög vel að loka á spilið hjá þeim. Jeppe og Guðjón pressuðu vel á hafsentana og djúpa miðjumaninn þeirra og við vorum þeim erfiðir. Ef við klárum tímabilið svona þá er ég sáttur,“ sagði Rúnar að lokum.1-0 fyrir Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Þða voru dýrvitlausir Stjörnumenn sem stigu inn á Samsung-völlinn í kvöld til að taka á móti Breiðabliki. Liðið hafði verið niðurlægt af FH, 4-0, í síðustu umferð og var staðráðið í að lenda ekki í því aftur. Niðurstaðan varð sú að þrátt fyrir vasklega framgöngu fóru bláklæddir heimamenn stigalausir af velli. Þeim tókst ekki að skora en það náði Breiðablik hins vegar að gera og halda Kópavogsbúar því áfram að elta FH í toppbaráttunni í von um að Hafnfirðingar misstigi sig. Leikurinn byrjaði rólega og bæði lið þreifuðu fyrir sér. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðu Blikar örlitlum tökum á honum og á tímabili þá hreinlega ringdi hornspyrnunum yfir vítateig Stjörnunnar. Í fyrri hálfleik áttu Blikar sex hornspyrnur en Stjarnan aðeins eina. Ekkert kom hins vegar úr spyrnunum. Eftir um hálftíma leik snerist taflið hins vegar við. Stjörnumenn fundu taktinn og tóku yfir völlinn. Fór Arnar Már Björgvinsson þar fremstur í flokki en hann spilaði sinn langbesta leik í sumar í kvöld. Stjarnan pressaði á þessum tíma vel á Blika og leyfði þeim ekki að spila upp völlinn. Þeim gekk vel að bera boltann upp og komast að teignum en úrslitasendingarnar voru þeim ekki hliðhollar og erfiðlega gekk að finna glufur á þéttum varnarmúr Breiðabliks. Sóknirnar enduðu því iðulega með langskotum sem voru hvergi nærri rammanum. Fyrsta og eina markið var gestanna. Eftir flott uppspil átti Guðjón Pétur Lýðsson fyrirgjöf frá hægri sem Ellert Hreinsson náði að skalla í vítateigsboganum. Boltinn datt niður fyrir Jonathan Glenn sem skriðtæklaði hann framhjá Gunnar Nielsen og í netið. Heimamönnum fannst þeir eflaust illa sviknir en það breytti ekki stöðunni. Strax í kjölfarið gerði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, stór mistök. Guðjón Baldvinsson var við það að komast í gegn en var togaður niður af varnarmanni Blika. Vilhjálmur var búinn að dæma og kominn með rauða spjaldið í hendurnar en skipti um skoðun þar sem aðstoðardómari vildi meina að Guðjón hefði brotið af sér. Svo virtist ekki vera. Rauða spjaldið fór ekki á loft og því voru jafnmargir í liðunum þegar gengið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikurinn var að mörgu leiti eins og sá fyrri. Blikar áttu hættuleg færi strax í upphafi en náðu ekki að færa sér þau í nyt. Í kjölfarið tóku heimamenn við sér og stýrðu ferðinni en án þess þó að skapa hættuleg færi eða skora mörk. Blikar fengu hins vegar sénsa í hröðum upphlaupum og hefðu getað gert út um leikinn en mistókst það. Lokamínúturnar voru því spennandi því Stjarnan lagði allt kapp á að jafna leikinn. Oft var mikill darraðadans upp við mark gestanna og á lokaandartökum leiksins náði varamaðurinn Veigar Páll Gunnarsson að skalla knöttinn í netið. Dómari leiksins dæmdi hins vegar bakhrindingu og flautaði leikinn af skömmu síðar. Það verður að segjast að leikur Stjörnunnar í kvöld var sá langbesti sem liðið hefur sýnt í háa herrans tíð. Hægt að setja út á frammistöðu Heiðars Ægissonar í hægri bakverðinum en hann átti nokkrar glórulausar sendingar. Einnig var Jeppe Hansen algjörlega ósýnilegur Guðjón Baldvinsson bætti það upp með að vera úti um allan völl. Arnar Már Björgvinsson var áberandi bestur heimamanna sér í lagi í fyrri hálfleik en þá lék hann á alls oddi. Michael Præst sýndi líka áður óþekktar hliðar en á tímum skipti hann boltanum milli kanta og hlóð í eina eða tvær gabbhreyfingar. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi átt flottan leik fékk maður það samt aldrei á tilfinninguna að Breiðabliksvörnin væri líkleg til að leka marki. Arnór, Elfar, Damir og Kristinn voru mjög öruggir og fyrir framan þá átti Oliver stórgóðan leik. Venju samkvæmt stýrði Gunnleifur vörninni úr markinu líkt og hershöfðingi. Sóknarlína liðsins hefur oft sýnt meira og gefið meira af sér og hefði átt að geta laumað inn einu eða tveimur mörkum. Sér í lagi var það Ellert Hreinsson sem var heillum horfinn. Honum mistókst í tvígang að komast að boltanum í álitlegum stöðum en Ellert hefur gengið afar illa að finna netmöskvana í sumar. Á því varð engin breyting í dag. Líkt og áður segir þá halda Blikar í við FH í eltingaleiknum um titilinn. FH er enn í bílstjórasætinu en fjögur stig skilja liðin að. Stjarnan er enn með tuttugu stig eftir umferðina en liðið er í sjöunda sæti. Spili liðið svona í næstu leikjum ætti það í það minnsta að geta gert heiðarlega tilraun til að príla upp töfluna.Arnar Grétars: Dómgæslan hallaði á okkur „Að koma hingað í Garðabæ og er ekki auðvelt. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn í sex ár sem Breiðablik vinnur hér,“ sagði Arnar Grétarsson sigurreifur í lok leiks. „Við áttum von á alvöru leik eftir tapið þeirra í síðustu umferð og svo vildu þeir hefna fyrir leikinn fyrr í sumar.“ „Þeir settu okkur undir pressu og unnu af okkur boltann en við fengum færin í leiknum. Í seinni fengum við færi sem við nýttum ekki og það er alltaf hættulegt en við héldum út í dag, sem betur fer.“ Undir lok fyrri hálfleiks átti sér stað umdeilt atvik er Guðjón Baldvinsson féll eftir viðskipti við varnarmann Blika. Undir lok leiksins var síðan mark dæmt af Stjörnunni vegna bakhrindingar. Arnar var ekki viss um að Vilhjálmur hefði haft rétt fyrir sér í fyrra atvikinu og með það síðara þá „hefði hann alveg getað trúað því að markið fengi að standa.“ „Dómgæslan var svolítið í aðra áttina. Ég hef ekki tjáð mig um dómgæsluna hingað til en ég geri breytingu á því núna. Mér fannst halla mikið á okkur. Allar hrindingar og vafaatvik allan leikinn féllu gegn okkur. Lína dómarans í leiknum var svolítið gegn okkur,“ segir Arnar en hann uppskar gult spjald fyrir mótmæli. „Mér varð heitt í hamsi. Þegar allt fellur gegn þér lengi þá verðurðu pirraður og byrjar að segja hluti. En það var margt sagt í þessum leik og það var mikill hiti. Það sást inn á vellinum og í stúkunni að þetta er grannaslagur og það var meira í boði en bara þrjú stig. Það var líka verið að spila upp á stoltið.“Rúnar Páll: Engar áhyggjur ef við spilum svona áfram „Ég er því hjartanlega sammála að við höfum spilað feyki vel,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson í leikslok en hann og hans drengir geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. „Ef við klárum tímabilið svona þá óttast ég ekki neitt. Það var góður andi í hópnum og við spiluðum glimrandi vel.“ Er Rúnar Páll var spurður út í vafaatriði leiksins og gula spjaldið svaraði hann á þennan veg. „Dómarinn dæmir leikinn og hann sá eitthvað. Hann var fenginn hingað til að dæma og fær borgað fyrir það en hann gerir mistök eins og við hinir.“ „Ég hef tekið á mig nokkur gul spjöld í sumar þó ég hafi ekki átt þau,“ en spjaldið í dag var það fjórða sem Rúnar fær í sumar. „Dómarinn dæmdi ágætlega í leiknum en það voru þarna tvö atvik sem féllu ekki með okkur. Ef og hefði og allt það en svona fór þetta og við verðum að sætta okkur við það.“ „Blikarnir mega eiga það að þeir fá fá mörk á sig og spila ágætis vörn. Þeir voru góðir í dag en okkur tókst mjög vel að loka á spilið hjá þeim. Jeppe og Guðjón pressuðu vel á hafsentana og djúpa miðjumaninn þeirra og við vorum þeim erfiðir. Ef við klárum tímabilið svona þá er ég sáttur,“ sagði Rúnar að lokum.1-0 fyrir Breiðablik
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira