Innlent

Hlustaðu á lagið sem á að fá íslensk börn til þess að lesa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingó sagðist fyrst hafa haft áhyggjur að lagið yrði kjánalegt. Hann er hins vegar ánægður með hvernig til tókst.
Ingó sagðist fyrst hafa haft áhyggjur að lagið yrði kjánalegt. Hann er hins vegar ánægður með hvernig til tókst. Vísir/Vilhelm
Menntamálaráðuneytið boðar til þjóðarátaks um bætt læsi í dag en markmiðið er að níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 geti lesið sér til gagns. 

„Við þurfum að gera mun betur, bæði skólarnir og heimilin,“ sagði Illugi Gunnarsson í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. Samkvæmt niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30 prósent drengja og 12 prósent stúlkna ekki lesið sér til gagns.

Í tilefni átaksins er lagið „Það er gott að lesa“ komið í dreifingu þar sem Ingólfur Þórarinsson, oft kenndur við hljómsveit sína Veðurguðina, syngur nýjan texta við lag Bubba Morthens, „Það er gott að elska.“

Ingó mætti í hljóðver Bylgjunnar í morgun og frumflutti lagið.

 

Hér má sjá myndbandið við lagið og textann.
Illugi segir verkefnið í samræmi við Hvítbók um umbætur í menntamálum sem hann lagði fram fyrir rúmu ári. Verkefnið verði unnið í samstarfi við öll sveitarfélögin á landinu. Illugi muni ferðast hringinn í kringum landið í haust til að undirrita samkomulag um átakið við sveitarfélögin. 

„Þarna erum við að taka saman höndum um að tryggja það að börnin nái að tileinka sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti lesið sér til gagns. Það er erfitt að benda á þau mál sem hafa jafn mikla þýðingu, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið allt,“ segir Illugi.

Illugi ræddi málin í Bítinu í morgun og má heyra umræðuna hér að neðan.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×