Sport

Bolt átti í vandræðum með að komast í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamaíkumaðurinn Bolt keppir til úrslita síðar í dag.
Jamaíkumaðurinn Bolt keppir til úrslita síðar í dag. vísir/getty
Usain Bolt og Justin Gatlin eru komnir í úrslitahlaupið í 100 metra spretthlaupi karla á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Peking í Kína.

Undanúrslitin voru í morgun, en þar hljóp Bolt á 9,96 sekúndum. Hann byrjaði skelfilega og var sjöundi eftir 50 metrana, og var enn þriðji þegar 40 metrar voru eftir, en kom á endanum fyrstur i mark.

Andre De Grasse kom næstur í mark, Trayvon Brommell var þriðji og Bingtian Su var fjórði á nýju kínversku meti eða 9,99 sekúndum.

Gatlin, sem hefur verið að hlaupa frábærlega undanfarið, var í öðru undanúrslitahlaupi. Hann hljóp mikið hraðar en Bolt eða á 9,77 sekúndum og eru fjölmiðlar ytra ekki viss um að hann hafi hlaupið eins og hratt og hann getur. Úrslitahlaupið er síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×