Sigríður Björk: Það er ekki mitt að vera alls staðar miðpunkturinn Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. ágúst 2015 18:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.” Föstudagsviðtalið Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var í Föstudagsviðtalinu þessa vikuna. Þar ræddi hún aðkomu sína að lekamálinu, breytingar á starfsháttum lögreglunnar og ýmislegt fleira. Hún sat í embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 2009 til 2014. Hún hlaut mikið lof fyrir starfið sem hún vann þar ásamt samstarfsfólki sínu, ekki síst fyrir átakið í heimilisofbeldinu sem gaf góða raun. Svipað átak í heimilisofbeldi var sett af stað á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. „Við breyttum miklu. Ég er svona þjónandi leiðtogi, mitt hlutverk er ekki að vera allsstaðar miðpunkturinn heldur fyrst og fremst að styrkja fólkið mitt og leyfa þeim að njóta sín. Búa til leiðtoga, finna styrki fólksins. Þannig að það er ekki hægt að eigna mér þetta allt saman, nema bara að hafa búið til umgjörðina þannig að starfsmennirnir náður alltaf lengra og lengra.” Embættið vann með svokallaða LEAN verkefnastjórnun. „Það þýddi að í okkar kerfi þar sem er skýr ábyrgð og stjórnunarlagið er mjög skýrt, afmarkað, þá verður sá sem fær verkefni, þróunarverkefni, að hafa raunverulegt umboð til þess að koma með sínar tillögur. Það er oft fólk sem er næst verkefninu en getur verið hvar sem er í starfseminni. Þannig að með LEAN ertu orðinn ábyrgðarmaður og hefur umboðið þó þú hafir kannski ekki flestar stjörnurnar á öxlunum. Það er þessi menning sem við erum að reyna að breyta.” Sigríði gekk vel á Suðurnesjum, eins og áður segir. „Það varð gríðarleg menningarbreyting. Traustið á yfirstjórn var orðið meira.” Embættið fékk verðlaun fyrir að vera fjölskylduvænn vinnustaður, var tilnefnt til nýsköpunarverðlaun. „Þetta voru svona ytri merki um að væri vellíðan. Það sem gerir þetta aðeins flóknara á höfuðborgarsvæðinu er að þar eru 360 manns, en ekki 110. Það er erfiðara að ná til allra og það eru dreifðari starfsstöðvar og allir á frjálsu vaktakerfi. Þetta mun taka lengri tíma. En það þarf bara að breyta menningunni, ala upp fleiri leiðtoga, leyfa fólki að blómstra og þá held ég að við komust hraðar úr sporunum.”
Föstudagsviðtalið Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira