Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Rósa er ekki mikill aðdáandi hljóðaðferðarinnar svokölluðu. "Ég er svo sem enginn óvinur hennar, mér finnst hún bara léleg aðferð.“ Vísir/Auðunn Frá árinu 1999 hefur Rósa Eggertsdóttir starfað sem sérfræðingur við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri og er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis fyrir 1.–2. bekk grunnskóla en sú aðferð hefur verið tekin upp og kennd í um 80 grunnskólum vítt og breitt um landið. Rósa lauk kennaraprófi frá KHÍ árið 1982, BA-prófi í sérkennslufræðum árið 1993 og tveimur árum seinna lauk hún meistaraprófi í menntunarfræðum frá Institute of Education, East Anglia í Cambridge. Rósa segir það hugsjón sína að takast á við læsi barna og efla lestrarkunnáttu. „Samræða og sköpun með lestur þarf að fá meira vægi. Mér er í sjálfu sér alveg sama hvað þessar stefnur heita. Við þurfum að vinna að því að gera lestur skemmtilegan og áhugaverðan fyrir börn og leyfa þeim að skapa í kringum hann til að öðlast þekkingu og finna sjálf sig.“Hljóðaðferðin gamla steingeld Ástæður þess að Rósa hóf að þróa nýja aðferð við lestrarkennslu voru þær að það kveikir ekki nægilega mikinn áhuga barnanna á lestri bóka. „Hljóðaðferðin er steingeld aðferð að mínu mati. Þar fá börnin einn staf í einu án samhengis og fá ekki vitrænan texta fyrr en eftir dúk og disk, ég er ekkert á móti hljóðaðferðinni, mér finnst hún bara vond aðferð. Við þurfum að huga að lestraránægju barna á sama tíma og læsi barna,“ segir Rósa. „Það er engin áhugakveikja en þekkjandi kennara þykir mér mjög líklegt að þeir sem nota hljóðaðferðina noti helling af öðru kryddi til að bæta námið.“Hefur ekki haft samband Í vikunni birti Menntamálastofnun minnisblað þar sem fullyrt var að byrjendalæsisstefnan hefði ekki skilað árangri og að lesskilningi barna, sem kenndur hefur verið lestur með þessari aðferð, hafi beinlínis hrakað. Gagnrýnin felst í því að hún virki ekki, aðferðin sé ekki raunprófuð og það sé vilji ráðherra menntamála að engin kennsluaðferð fari inn í skólana nema sýnt sé fram á það með óyggjandi hætti að hún sé jafn góð eða betri en sú sem fyrir er. Rósa gefur lítið fyrir minnisblaðið og segir miðstöð skólaþróunar við HA mæla árangur nemenda mjög reglulega. „Við sem vinnum við þetta höfum yfirlit yfir hvernig strákum og stelpum gengur og höfum skoðað byrjendalæsi gríðarlega mikið. Við höfum gögn sem sýna fram á að byrjendalæsi virkar, og miklu meira en virkar. Menntamálaráðherra telur vanta gögn sem sýnir fram á þennan árangur en hann hefur ekki talað við okkur eða falast eftir gögnum, “ segir Rósa. Birna María Svanbjörnsdóttir, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar, hefur bent á annmarka greiningar Menntamálastofnunar í bréfi sem hún sendi stofnuninni í gær. Þar kemur fram að „sú aðferð sem Menntamálastofnun beitir hefur þann kost að hún er einföld í framkvæmd. Hún hefur hins vegar margvíslega alvarlega galla sem gera ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar.“Auðunn Níelsson Ljósmyndari Rósa Eggertsdóttir, höfundur byrjendalæsis, sérfræðingur við Háskólann á AkureyriMarkmið að auka læsi Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Þegar börn hefja nám í 1. bekk eru þau misjafnlega á vegi stödd. Sum þekkja stafi, önnur eru farin að lesa og svo er hópur sem þarf að læra alla stafina og hvernig á að vinna með þá. „Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri og því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Vinna með tal, hlustun, lestur og ritun er felld í eina heild,“ segir Rósa. „Öll þessi ungmenni sem eru að húrrast niður í samræmdu prófunum og PISA-prófum og hvað þau nú heita, öll þessi próf, langflest þeirra hafa lært eftir hljóðaðferðinni. Ég er svo sem enginn óvinur hennar, mér finnst hún bara léleg aðferð. Það er ekki mitt takmark að fella einhverja aðferð, hún verður bara að sanna sig og standa í lappirnar.“Rússnesk miðstýring Rósa telur það skipta miklu máli að skólastjórnendur og fagfólk innan þeirra veggja sem og fræðslustjórar sveitarfélaga hafi ákveðið frelsi til að móta og þróa þær kennsluaðferðir sem kenndar eru innan veggja skólanna. Þróun skólastarfs sé mikilvægt svo þær haldi lífi. Hins vegar er hún ánægð með að menntamálaráðherra skuli leggja ofuráherslu á læsi því þar sé pottur brotinn. Það sé hins vegar ekki rétt nálgun ráðherra að ætla sér að leggja á eina kennsluaðferð sem eigi að kenna alls staðar. „Hvers konar land vill hann ef hann ætlar að fara að stjórna því og skipa fólki hvernig það á að stýra skólunum og hvaða aðferðir þeir nota. Þá getum við eins pantað yfir okkur Kína eða Rússland, það er bara svoleiðis,“ segir Rósa. „Það veit enginn hvað vakir fyrir honum en ég trúi ekki að menntamálaráðherra sé einhver sérstakur aðdáandi að „Ási sá sól“ eða „Sísí á ís““. Þegar við komum að raunprófun aðferðarinnar telur Rósa engar raunprófanir hafa farið fram á neinum kennsluaðferðum í íslenskum grunnskólum. Sé það vilji ráðherra að kenna aðeins raunprófaðar aðferðir þurfi að loka öllum 170 skólum landsins því aðferðirnar sé ekki að finna. „Það er ekki til ein einasta kennsluaðferð sem hefur verið tekin upp á Íslandi sem hefur verið raunprófuð, hvorki mér vitandi eða kollega minna sem ég hef talað mikið við. Ég veit ekki úr hvaða horni hann er að tala.“Lestur á að vera skemmtilegur „Ég horfi ekki á þetta þannig að verið sé að skapa kerfi sem ætti að taka yfir alla lestrarkennslu í skólum. Ég ákvað að reyna að finna vinnubrögð sem ekki væru síðri en þau fyrri og væru skemmtileg og athafnamiðuð fyrir börn.“ Byrjendalæsi hefur verið í þróun í um tíu ár núna og er kennd í um 80 grunnskólum landsins. Nái stefna menntamálaráðherra í gegn mun byrjendalæsi víkja fyrir öðrum aðferðum. „Ég veit ekki hvort eigi að lýsa þessu sem árás á byrjendalæsi en ef ráðherra ætlar að segja áttatíu skólum að þeir hafi tekið ranga ákvörðun og að þeir eigi að taka aðra ákvörðun þá held ég að hann sé alfyrsti ráðherrann sem ætlar að reyna að skipa skólum og fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. Ég veit ekki hvort hann hefur bæði umboð til þess eða nægilega góða ráðgjöf. Finnst hún hafa verið einsleit sú ráðgjöf hingað til.“Þarf að bæta læsi Það dylst engum að læsi barna þarf að efla og lestraránægja barna verður að vera til staðar svo þau haldi sér að bókmenntum. Í hröðum heimi tækninnar drýpur afþreying fyrir börn af hverju strái. Rósa er sannfærð um að lestrarkennsla á miðstigi og efsta stigi þurfi að efla. „Ég held að það væri miklu nær fyrir okkar ágæta ráðherra að einbeita sér að því að styðja við læsiskennslu á miðstigi og efsta stigi því ég er nokkuð viss um að krökkum er ekki kenndur lestur þar, heldur látin lesa meira, sem er allt annað,“ segir Rósa. Tengdar fréttir Ekki ljóst hver ber ábyrgðina Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. 20. ágúst 2015 19:39 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Vilji ráðherrans þýði lokun skólanna Ljóst að kennsluaðferðin Byrjendalæsi hefur ekki verið nægilega vel rannsökuð. Ráðherra segir möguleika barna til náms í húfi. 21. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Frá árinu 1999 hefur Rósa Eggertsdóttir starfað sem sérfræðingur við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri og er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis fyrir 1.–2. bekk grunnskóla en sú aðferð hefur verið tekin upp og kennd í um 80 grunnskólum vítt og breitt um landið. Rósa lauk kennaraprófi frá KHÍ árið 1982, BA-prófi í sérkennslufræðum árið 1993 og tveimur árum seinna lauk hún meistaraprófi í menntunarfræðum frá Institute of Education, East Anglia í Cambridge. Rósa segir það hugsjón sína að takast á við læsi barna og efla lestrarkunnáttu. „Samræða og sköpun með lestur þarf að fá meira vægi. Mér er í sjálfu sér alveg sama hvað þessar stefnur heita. Við þurfum að vinna að því að gera lestur skemmtilegan og áhugaverðan fyrir börn og leyfa þeim að skapa í kringum hann til að öðlast þekkingu og finna sjálf sig.“Hljóðaðferðin gamla steingeld Ástæður þess að Rósa hóf að þróa nýja aðferð við lestrarkennslu voru þær að það kveikir ekki nægilega mikinn áhuga barnanna á lestri bóka. „Hljóðaðferðin er steingeld aðferð að mínu mati. Þar fá börnin einn staf í einu án samhengis og fá ekki vitrænan texta fyrr en eftir dúk og disk, ég er ekkert á móti hljóðaðferðinni, mér finnst hún bara vond aðferð. Við þurfum að huga að lestraránægju barna á sama tíma og læsi barna,“ segir Rósa. „Það er engin áhugakveikja en þekkjandi kennara þykir mér mjög líklegt að þeir sem nota hljóðaðferðina noti helling af öðru kryddi til að bæta námið.“Hefur ekki haft samband Í vikunni birti Menntamálastofnun minnisblað þar sem fullyrt var að byrjendalæsisstefnan hefði ekki skilað árangri og að lesskilningi barna, sem kenndur hefur verið lestur með þessari aðferð, hafi beinlínis hrakað. Gagnrýnin felst í því að hún virki ekki, aðferðin sé ekki raunprófuð og það sé vilji ráðherra menntamála að engin kennsluaðferð fari inn í skólana nema sýnt sé fram á það með óyggjandi hætti að hún sé jafn góð eða betri en sú sem fyrir er. Rósa gefur lítið fyrir minnisblaðið og segir miðstöð skólaþróunar við HA mæla árangur nemenda mjög reglulega. „Við sem vinnum við þetta höfum yfirlit yfir hvernig strákum og stelpum gengur og höfum skoðað byrjendalæsi gríðarlega mikið. Við höfum gögn sem sýna fram á að byrjendalæsi virkar, og miklu meira en virkar. Menntamálaráðherra telur vanta gögn sem sýnir fram á þennan árangur en hann hefur ekki talað við okkur eða falast eftir gögnum, “ segir Rósa. Birna María Svanbjörnsdóttir, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar, hefur bent á annmarka greiningar Menntamálastofnunar í bréfi sem hún sendi stofnuninni í gær. Þar kemur fram að „sú aðferð sem Menntamálastofnun beitir hefur þann kost að hún er einföld í framkvæmd. Hún hefur hins vegar margvíslega alvarlega galla sem gera ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar.“Auðunn Níelsson Ljósmyndari Rósa Eggertsdóttir, höfundur byrjendalæsis, sérfræðingur við Háskólann á AkureyriMarkmið að auka læsi Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Þegar börn hefja nám í 1. bekk eru þau misjafnlega á vegi stödd. Sum þekkja stafi, önnur eru farin að lesa og svo er hópur sem þarf að læra alla stafina og hvernig á að vinna með þá. „Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri og því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Vinna með tal, hlustun, lestur og ritun er felld í eina heild,“ segir Rósa. „Öll þessi ungmenni sem eru að húrrast niður í samræmdu prófunum og PISA-prófum og hvað þau nú heita, öll þessi próf, langflest þeirra hafa lært eftir hljóðaðferðinni. Ég er svo sem enginn óvinur hennar, mér finnst hún bara léleg aðferð. Það er ekki mitt takmark að fella einhverja aðferð, hún verður bara að sanna sig og standa í lappirnar.“Rússnesk miðstýring Rósa telur það skipta miklu máli að skólastjórnendur og fagfólk innan þeirra veggja sem og fræðslustjórar sveitarfélaga hafi ákveðið frelsi til að móta og þróa þær kennsluaðferðir sem kenndar eru innan veggja skólanna. Þróun skólastarfs sé mikilvægt svo þær haldi lífi. Hins vegar er hún ánægð með að menntamálaráðherra skuli leggja ofuráherslu á læsi því þar sé pottur brotinn. Það sé hins vegar ekki rétt nálgun ráðherra að ætla sér að leggja á eina kennsluaðferð sem eigi að kenna alls staðar. „Hvers konar land vill hann ef hann ætlar að fara að stjórna því og skipa fólki hvernig það á að stýra skólunum og hvaða aðferðir þeir nota. Þá getum við eins pantað yfir okkur Kína eða Rússland, það er bara svoleiðis,“ segir Rósa. „Það veit enginn hvað vakir fyrir honum en ég trúi ekki að menntamálaráðherra sé einhver sérstakur aðdáandi að „Ási sá sól“ eða „Sísí á ís““. Þegar við komum að raunprófun aðferðarinnar telur Rósa engar raunprófanir hafa farið fram á neinum kennsluaðferðum í íslenskum grunnskólum. Sé það vilji ráðherra að kenna aðeins raunprófaðar aðferðir þurfi að loka öllum 170 skólum landsins því aðferðirnar sé ekki að finna. „Það er ekki til ein einasta kennsluaðferð sem hefur verið tekin upp á Íslandi sem hefur verið raunprófuð, hvorki mér vitandi eða kollega minna sem ég hef talað mikið við. Ég veit ekki úr hvaða horni hann er að tala.“Lestur á að vera skemmtilegur „Ég horfi ekki á þetta þannig að verið sé að skapa kerfi sem ætti að taka yfir alla lestrarkennslu í skólum. Ég ákvað að reyna að finna vinnubrögð sem ekki væru síðri en þau fyrri og væru skemmtileg og athafnamiðuð fyrir börn.“ Byrjendalæsi hefur verið í þróun í um tíu ár núna og er kennd í um 80 grunnskólum landsins. Nái stefna menntamálaráðherra í gegn mun byrjendalæsi víkja fyrir öðrum aðferðum. „Ég veit ekki hvort eigi að lýsa þessu sem árás á byrjendalæsi en ef ráðherra ætlar að segja áttatíu skólum að þeir hafi tekið ranga ákvörðun og að þeir eigi að taka aðra ákvörðun þá held ég að hann sé alfyrsti ráðherrann sem ætlar að reyna að skipa skólum og fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. Ég veit ekki hvort hann hefur bæði umboð til þess eða nægilega góða ráðgjöf. Finnst hún hafa verið einsleit sú ráðgjöf hingað til.“Þarf að bæta læsi Það dylst engum að læsi barna þarf að efla og lestraránægja barna verður að vera til staðar svo þau haldi sér að bókmenntum. Í hröðum heimi tækninnar drýpur afþreying fyrir börn af hverju strái. Rósa er sannfærð um að lestrarkennsla á miðstigi og efsta stigi þurfi að efla. „Ég held að það væri miklu nær fyrir okkar ágæta ráðherra að einbeita sér að því að styðja við læsiskennslu á miðstigi og efsta stigi því ég er nokkuð viss um að krökkum er ekki kenndur lestur þar, heldur látin lesa meira, sem er allt annað,“ segir Rósa.
Tengdar fréttir Ekki ljóst hver ber ábyrgðina Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. 20. ágúst 2015 19:39 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Vilji ráðherrans þýði lokun skólanna Ljóst að kennsluaðferðin Byrjendalæsi hefur ekki verið nægilega vel rannsökuð. Ráðherra segir möguleika barna til náms í húfi. 21. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Ekki ljóst hver ber ábyrgðina Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. 20. ágúst 2015 19:39
Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30
Vilji ráðherrans þýði lokun skólanna Ljóst að kennsluaðferðin Byrjendalæsi hefur ekki verið nægilega vel rannsökuð. Ráðherra segir möguleika barna til náms í húfi. 21. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54
Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15